Johnny Cash, hjólreiðakúltur og listaverk

Í húsinu sem ég bý í, í augnablikinu eru engir diskar að ráði nema Portishead og um tugur diska með Nick Cave & the bad seeds. Ég fann þó einhverja suðurafríska tónlist og svo Mr.Cash sem er léttari að vinna undir, en er búin að hlusta á búatakta nokkur hundruð sinnum, þannig að nú er ég komin í mið-suðurríkja blúsinn.  

Ég er farin að stauta mig á hollensku fyrirsögnunum í blöðunum. Yeah, þær gráu virka eitthvað ennþá. Ég las að í París hefðu almenningshjól verið tekin upp og kynnt með pomp og prakt í gær. Amsterdam er alræmd hjólaborg og einmitt  það gerir hana svo sjarmerandi og manneskjulega fyrir vikið en þar hafa almenningshjól verið í boði fyrir gesti og gangandi á þriðja áratug. Og mér sýnist þetta alveg vera að virka, meiri eftirspurn en framboð þó.

Kaupmannahöfn tók þetta upp fjármagnað af auglýsingum fyrir ca. 12 árum síðan, og síðan bætist París í hópinn frá í gær. ..Ég veit að Reykjavík er í laginu eins og óreglulegt spælt egg og er ekki draumur hjólreiðamannsins, en hvernig væri að íhuga þennan kost fyrst að forsvarsmenn strætó standa sig ekki betur í ákvarðanatöku.????

Fólkið sem lánaði mér íbúðina mína er í meira lagi listrænt, hér eru allskyns munir af ýmsu tagi - sem meðal strefaranum myndi væntanlega þykja í undarlegra lagi. Ég nýt þess að vera umvafin skemmtilegum hugmyndum og svo er meira að segja margföldunartafla á eldhúsveggnum, þannig að mér getur hreinlega ekki leiðst!!!

Jack hafði samband við mig, vill fá mig í vinnu til Alaska í haust sem ég ætla að gera. Hann og Marge eru svo ótrúlega dugleg og skipulögð. Í morgun þegar ég vaknaði var póstur, þar sem hann var búin að skipuleggja ferðina mína, vinnudaga hér, og vinnudaga þar. Svo ég þarf lítið annað að gera en skrifa undir og mæta á svæðið. Ég hef bara aldrei áður kynnst þessu, yfirleitt þarf maður að gera allt svona sjálfur. National Science foundation veitir greinilega peninga til að manneskja sé í svona umsýslu fyrir mann. Þvílíkur lúksus, þetta er ekki íslenskur standard.

Hér er krækja á verkefnið sem við vinnum að saman næstu tvö ár.

www.search-hd.net


Best að koma sér að verki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband