Hagfræði? - Svart málfar til að virka gáfulegri?

Ég er búin að vera að nærlesa skýrsluna þjóðhagsleg áhrif aflareglu, sem hagfræðistofnun vann fyrir sjávarútvegsráðherra. Það er margt ágætt í skýrslunni en ég er stundum að detta yfir málsgreinar sem meika engan sens, og maður myndi kalla bullmál (eða volapyk). Hér er t.d ein málsgrein sem er svo bjöguð að hún er greinilega felld inn í þeim tilgangi að rugla lesanda í ríminu og láta hann/hana fá á tilfinninguna að hér sé um mjög vísindalegar forsendur að ræða.

"Auðvelt er að sýna fram á (Arnason 1984) að þegar atvinna er næg og sæmilegt jafnvægi á mörkuðum hagkerfisins er þjóðhagslegur ávinningur af aflareglu sá sami og hreinn hagnaður af fiskveiðum" (hagfræðistofnun 2007)

Af þessari tilvísun má af ráða að þjóðin uppskeri jafn mikið af kvótakerfinu (ég myndi telja þetta orðalag verulega villandi) og arðsemi í peningum talið er af fiskveiðunum. Hér er þannig lagt að jöfnu, þjóðhagslegur ábati sem ekki er skilgreindur frekar bara látinn hanga, og hreinn hagnaður (þar er heldur ekki skilgreint, hagnaður hverra!) sem er eitthvað frekar óræður þar eð sá hagnaður er ekki settur í beintengt samhengi.

Fyrsti hlutinn er líka algjört bull. Hér er verið að láta að því liggja að þegar að eftirspurn og framboð nái jafnvægi og ekkert atvinnuleysi sé, að því gefnu að "sæmilegt" (hvað þýðir það?) jafnvægi sé á markaði hagkerfisins(ekki skilgreint frekar, hvaða hagkerfis?).

Ég hef ekki lesið reiknijöfnuna sem verið er að vísa í en set alvarleg spurningamerki aftan við þær forsendur sem þar eru gefnar.

Jafnvel þó nýklassísk hagfræðileg sýn gefi sér þær forsendur að á markaði ríki jafnvægisleitni (equilibrium), er einungis um hugarburð hagfræðinga að ræða. Það eru engar empiriskar sannanir fyrir því að slíkt ástand sé nokkurn tímann í gangi, einmitt þvert á móti.  Fleiri undirgreinar hagfræðinnar hafa reynt að takast á við þessa grundvallar- hugsanavillu í hagfræðinni, t.d ný-institutionalismi, leikjafræði, nýsköpunarfræði og aðrar alternativar nálganir á hagfræðina. En, nei....hagfræðistofnun velur að setja fram óskiljanlegt mál sem meikar ekki sens. Hvenær ætla fræðimenn að stíga niður af stalli og byrja að vera gagnrýnir (analytiskir) á eigin skrif? Ég bara spyr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæl Anna 

Ég er sammála þér hvað varðar þennan texta í skýrslu Hagfræðistofnunar en ég fékk það á tilfinninguna að skýrslan hefði verið kláruð í miklum flýti. 

Ég vil einnig benda þér á svar sem ég setti við athugasemd þinni um skrif mín en svarið á það sammerkt með skýrslu Hagfræðistofnunar að það er hálfgerð fljótaskrift á svarinu og ég bið þig að reyna að afsaka það.

Sigurjón Þórðarson, 12.7.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, en ef atvinna er ekki næg og jafnvægið á mörkuðum er ekki sæmilegt, t.d. "ósæmilegt". Mér finnst t.d. jafnvægið í auðmyndun einstaklinga tengt kvótakerfinu vera fullkomlega ósæmilegt

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.7.2007 kl. 09:22

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Sigurjón

Já, ég held að það sé rétt hjá þér, það reið væntanlega á að klára skýrsluna og þess vegna kannski málfar talsvert klunnalegt. Ekkert mál - ég les hitt kommentið þitt.

Anna Karlsdóttir, 13.7.2007 kl. 10:24

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ha,ha - það er auðvitað siðferðileg spurning, ekki síst ef sú auðsöfnun riðlar heilu samfélögunum. Og ef að það riðlar heilu samfélögunum þá hlýtur sú auðsöfnun einmitt að vera pólitísk spurning, sem þeir sem hafa verið kosnir til að taka ákvarðanir fyrir þjóðina, þurfa að taka á.  

Anna Karlsdóttir, 13.7.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband