Vinnuaðferðir og dómharka barnaverndarnefndar þá og í dag - Hefur eitthvað breyst?

Það er hjartaskerandi en holl lesning að lesa frásagnir fórnarlamba vist- og upptökuheimila frá 6.og 7.áratugnum. Það sem óhugnarlegast er mannvonskan og harðneskjan, ástleysi og dómharka í garð óharðnaðra barnasála. Maður fær köldu við lesninguna. Þetta fékk mig til að hugsa um reynslu fólks af barnaverndunarnefnd í samtímanum.

Ég þekki mæður sem hafa þurft að hafa samskipti við barnaverndarnefnd vegna erfiðleika heimafyrir. Í öðru tilfellinu var ung stúlka orðin háð fíkniefnum, í hinu tilfellinu var heimilisfaðir ofbeldifullur og hafði gengið oft í skrokk á heimilisfólkinu.

Í öðru tilfellinu hafa forsvarsmenn barnaverndunarnefndar verið alúðlegir, hjálplegir og veitt fleirum en börnunum brautargengis innan kerfisins, og hlýtur maður að túlka það sem verulegar umbætur í starfsháttum og gildismati þar á bæ, miðað við lýsingar frá fórnarlömbum.

Í hinu tilfellinu var hins vegar miður að sálfræðingur barnaverndunarnefndar virtist hafa dæmt fyrirfram móður stúlkunnar sem erfiða móður, ekki vegna samtala þeirra - heldur vegna eldri skýrslna nefndarinnar um forsögu móðurinnar sem skjólstæðing nefndarinnar (þá sem ungt barn). Sálfræðingurinn hafði, að því er virtist, búið sér til mynd vegna áætlaðs félagslegs arfs úr gömlum skýrslum. Stundum er sagt að kerfið geti búið til ófreskjur - Mér finnst að starfsfólk barnaverndarnefndar verði að passa sig á að detta ekki ofan í þá gryfju að búa til ófreskjur, eins og einhver (en vonandi fá) dæmi eru um enn þann dag í dag. ...........Það er auk þess sárt að vita að hafi maður einhvern tíma komist í tæri við nefndina (sem á að virka sem hjálparstofnun) að þá eigi maður yfir höfði sér stimpil og það verði komið fram við mann eftir því.....Hvernig? Með yfirlæti, talað niður til manns og sjónarmið skjólstæðingsins séu í sífellu túlkuð sem móðursjúk vitleysa sem einkennist af óhemjuskap í tilfinningum og litlum vitrænum sjónarmiðum. Þannig er fólk brotið niður en ekki byggt upp.

Þó það sé sárt að standa fram og rifja upp erfiðar minningar eiga krakkarnir sem nú þegar hafa talað skilið hrós!!! Það eina sem getur upprætt svona vítavert háttalag, misnotkun og nauðganir eins og þarna hafa þrifist er UMRÆÐA OUT IN THE OPEN FIELD!!!


mbl.is Þagði yfir martröðinni í tæp fjörutíu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég held þetta snúist svolítið um manneklu hjá barnaverndarráði. Ég trúi ekki að fólk sem fer að vinna þar ætlar sér eitthvað illt.  Hins vegar er hafsjór af vandamálum, erfiðum málum sem þarf að leysa.  Það er engin von að þau komast yfir öll þessi mál og hvað þá geti fylgt þeim eftir.  Það þarf að horfa einmitt á samtímann og gera eitthvað til að koma í veg fyrir svona núna.  Mér finnst óþarfi að taka einstaklinga fram og gera þá að fjölmiðlamálum, en í stað þess að horfa á það sem hefur verið og er því líklega líka í dag.  Eitthvað verður að gera, en hver, hvernig og fyrir hvaða penning???

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæl Nanna

Ég er viss um að þú hefur á réttu að standa. Það er ástæða fyrir úrræðaleysinu og hún tengist örugglega fjármagni. Hugarfar og afstaða til félagslegra erfiðleika fólks er þó líka afar afdrifarík. Það eigum við að hafa lært af sögunum frá Breiðavíkursamtökunum.

Anna Karlsdóttir, 11.7.2007 kl. 12:22

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í bók Ayn Rand, The Fountainhead, er að finna snilldarlega lýsingu á sálarlífi einstaklings sem starfar við að leysa "félagsleg vandamál". Kona sem á ekkert líf sjálf, er bitur, ófullnægð og óhamingjusöm en nærist á því að skipta sér af öðru fólki, ekki í þeim tilgangi að gera því illt, þótt afleiðingin verði oft slæm, heldur til að fullnægja eigin þörf fyrir vald yfir lífi annarra.

Auðvitað hlýtur margt gott fólk að starfa að barnaverndarmálum, en ég hugsa nú samt að margir falli líka undir þessa mannlýsingu. Í allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um upptökuheimilin er sorglegt að engum skuli detta í hug annað en að þessi tilfelli tilheyri fortíðinni. Það er örugglega ekki svo. Það eru örugglega mörg börn og fjölskyldur nú ekki síður en áður fyrr sem líða vegna afskiptasemi heimsks og illgjarns fólks sem gengst upp í því valdi sem því er gefið.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.7.2007 kl. 13:16

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já auðvita er fólk sem brennur út, en til að byrja með og innst inni er viljinn held ég svona í 95% góður.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2007 kl. 13:18

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Afskipti af heimilum annarra er fasismi í eðli sínu þótt einstaka sinnum hafi vel tekist til. Eftirlitið, afskiptin, skýrslugerðin, heimsóknirnar og allur sá ótti sem aðgerðir "Nefndanna" hafa á þá sem teknir eru á beinið, er oft miklu verri en meint sinnuleysi foreldranna eins og dæmin sanna.

Eftir önnur 40 ár munu þolendur núverandi ofstækis koma fram og segja sannleikann en það er bara svo erfitt að eiga við þá sem vita betur, sem hafa meirapróf á sannleikann.

Benedikt Halldórsson, 11.7.2007 kl. 13:41

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hvernig geturu sagt fasismi?  Það eru mörg börn sem hafa upplifað svipaðar hörmungar á heimili sínum.  Það er mjög mikilvægt að það sé einhver sem hugsar um hagsmuni barna.  Foreldar hafa engan rétt til að misnota börn sín eða beyta þau ofbeldi.  Það er nú ekki langt síðan kom út bók "myndin af pabba" þar sem einmitt hefði þurft að skerast í leikinn.  Barnaverndunarstofnun á ekki að vera óvinur, þeir eiga að gæta hagsmuna barna. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2007 kl. 14:45

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það eru kannski 50.000 heimili í landinu, örfáir starfa í barnaverndarnefndum, stundum er of mikið gert eins og dæmin sanna, stundum ekki neitt. Kannski mætti frekar tala um duttlunga. Þegar brotið er á börnum eða öðru fólki er það lögreglumál, ekki á könnu eftirlitsnefnda. Þú talar um manneklu, hvað þarf marga í eftirlit, 1000, kannski 5000. Það sem ég á við, er að enginn leið er að koma í veg fyrir vondan aðbúnað enda er hann sjaldnast sýnilegur.

Benedikt Halldórsson, 11.7.2007 kl. 15:11

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er bara svo ósammála þér.  Að senda lögregluna á börn finnst mér nú ómannúðlegra.  Stundum eru málin líka þannig að erfitt að sjá þau, þau eru vel falin, þá þarf fagfólk til að hlúa að börnunum.  Nei það þarf bara leggja meiri penninga í þetta, forgangsraða þessum málum aðeins hærra í þjóðfélaginu. Ef þú vinnur á leikskóla og sérð áverka á barni, finnst þér virkilega að það eigi bara að senda lögregluna á heimilið?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2007 kl. 15:20

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það vantar pottþétt úrræði og hafa annað form, en afskipti af heimilum er mjög nauðsynleg, annars eru börn bara eign foreldra sinna og hafa engan rétt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2007 kl. 15:26

10 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Börn eiga að sinn rétt, ef ábending kemur um áverka eða aðrar hörmungar ætti lögreglan að meðhöndla slík mál, ekki í búning með kaskeiti og kylfu. Innan lögreglunnar getur fagfólk starfað sem er sérmenntað. Ég vantreysti "nefndum" vegna allra mistakanna, hins vegar færir þú góð rök fyrir máli þínu.

Benedikt Halldórsson, 11.7.2007 kl. 16:25

11 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Lögreglan hefur nú líka gert mistök, samt sem áður ber ég mikla virðingu fyrir þeirri erfiðu vinnu sem hún vinnur. 

 Barnavernd á að vera nefnd til að vernda börnin okkar.  Sú nefnd er skipuð af þjóðfélaginu og þess vegna erum við öll ábyrg.  Það er auðvelt að gera mistök í svona málum, að meta svona er mjög huglægt og oft engin almennileg lausn til.  Það er á ábyrgð okkar líka.  Engar lausnir.  Það er takmarkað sem fólk getur gert þegar ekki er til staður, penningar eða fólk til að taka á vandamálum. Fólk sem leggur sig fram við að reyna hjálpa fólki á minnsta lagi skilið virðingu, ekki eru það penningar sem það fær út úr þessu.

Að halda á deyjandi barni, vita af misnotkun eða ofbeldi sem barn býr við, að þurfa að stokka upp fjölskyldum, splitta upp systkynum, því ekki er til önnur lausn og reyna finna lausnir sem eru sjaldnast til er ekki auðvelt starf. Eiga hættu að verða barinn í vinnunni, spít á mann og kallaður einhverjum nöfnum.  Ein heimsókn gæti auðveldlega brotið niður marga.  

Þetta mál sem upp kom fyrir 40 árum er hræðilegt, en í dag, verðum við að horfa á það sem er að gerast núna.  Fólk sem leggur sig fram á heiður skilið, ekki skítkast fyrir syndir annarra.  Það vantar fleirri góða einstaklinga. Hvernig væri ef við tækjum einhverja ábyrgð sjálf og leggðum meiri penninga í að bjarga þeim sem eru í svipuðum aðstæðum og smá umburðalyndi.

Vandinn að mínu mati liggur í virðingarleysi þjóðfélagsins fyrir þessu mannlega. Ef við höfum opið kortið, stórann jeppa, bústað á stærð við einbýlishús, flatskjá og nýjustu fötin, er allt í góðu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2007 kl. 16:46

12 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég gróf upp gamla blaðagrein um Breiðuvík. Ég held að við getum verið sammála um að þetta er einn erfiðasti málaflokkur sem hægt er að hugsa sér.

Benedikt Halldórsson, 11.7.2007 kl. 23:36

13 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er sammála því sem Nanna telur til sem kjarna vandans í þessu sambandi, það er virðingarleysi og stöðutákn hins mannlega í samfélaginu - það held ég líka að sé ansi oft vanmetið. Hin sýnilegu stöðutákn eru hærra sett, því miður.

Anna Karlsdóttir, 12.7.2007 kl. 08:55

14 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Afsakið, ég ætlaði að segja að hið mannlega væri einmitt ekki stöðutákn.

Anna Karlsdóttir, 12.7.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband