8.7.2007 | 22:28
Evrópusambands-klám - rjúkandi heit samræði og samruni
Evrópusambandið hefur greinilega ráðið til sín ungan ímyndarsérfræðing og ráðgjafa sem vill fara nýjar leiðir í propaganda sambandsin. Nýjasta áróðursvídeó Evrópusamrunans og yfirburða Evrópskrar menningar er matreitt sem rjúkandi kynlíf milli evrópskra borgarara á youtube. Ég varð bara að sjá myndbandið tvisvar til að trúa þessu. Evrópskur samruni fær á sig nokkuð aðra mynd en manni er tamt að hugsa í tengslum við pólitískan samruna. Slóganið er "Let-s come together" svo það er auðvitað ekki um að villast að hér er djúpstæðari - fyrirgefið, grennri pólítisk skilaboð en ætla mætti af grafískri framsetningu. Ég skil reyndar ekki myndbandið alveg, því það er eins og verið sé að auglýsa hversu frábærar evrópskar kvikmyndir og menning séu....væri til í að fá túlkun annara á þetta. Hvað á þetta að fyrirstilla...annað en nýjar leiðir í pólitisku propaganda? Hér er krækjan:
http://www.youtube.com/watch?v=iqEPqSbvzio
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.