Dýrmætir dagar með börnunum

Ég er illa haldin af vinnualka-syndróminu. Ég er búin að vera með stöðugt samviskubit undanfarna daga yfir að komast ekki almennilega að verki við skriftir sem ég á að skila af mér fljótlega. Ég er með klassísk kvenlæg einkenni samviskubits sem tæta mig að innan og trufla mig í að njóta líðandi stundar.  Eldri sonurinn lifir vinna, borða, sofa lífi eins og gjarnt er með unglinga sem vilja vinna sér inn aur á sumrin - svo ég sé raunar lítið af honum. Yngri sonur minn fór í sveitina í dag að hjálpa afa og ömmu sinni með kýrnar og annað á Torfalæk. ...Ég er ein og kem mér samt ekki að verki. Þá átta ég mig á hversu skammarlegt það er að gleyma að njóta þeirra dýrmætu stunda með börnunum sem ég hef raunar gert með Elíasi undanfarna daga. Við höfum gert margt lítið og skemmtilegt saman, tími sem enginn skrifar heim um, en er verðmætari en flest sýnileg afrek. Ég þarf greinilega að taka sjálfa mig í karphúsið......Mission started!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband