Orð í tíma töluð - Skynsemisrödd formanns sjómannasambandsins

Mikið var gaman að heyra skynsemisafstöðu sjómannasambandsins í viðtali við Sævar Gunnarsson í kaffispjalli morgunútvarps rásar 1 í morgun til fyrirsjáanlegs niðurskurðar í þorskveiðiheimildum. Sævar var skeleggur og rödd hans endurómaði ekki eignahaldshagsmuni í sjávarútvegi sem gjarnan hefur fengið að hljóma hæst í umræðu um sjávarútveginn á Íslandi hingað til. Sævar taldi að svo mikið væri í húfi, svo margir samverkandi þættir sem hefðu haft áhrif á slæmt ástand stofnsins. Hann taldi að hér við land hefðu verið stundaðar ofveiðar að því leyti að hingað til hafa stjórnvöld ávallt látið undan þrýstingi og aukið aflaheimildir miðað við ráðlagt umfang.  ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ. Hann lagði áherslu á að þó að vísindi HAFRÓ væru ekki óbrigðul eins og beinhörð dæmi sýndu væri ekki ráðlegt að hundsa ráðleggingar þeirra. KOMIN TÍMI TIL AÐ HAGSMUNAAÐILAR Í SJÁVARÚTVEGI SJÁI LENGRA FRAM Í TÍMANN EN NEF ÞEIRRA NÆR. Sjálfbær þróun veiða byggist á því að komandi kynslóðir geti fengið að njóta viðlíka eða ríkari auðlinda hafsins en núverandi. Hið sjálfbæra verður oft svona flottur innpökkunarfrasi í umræðunni um fiskveiðistjórnunarkerfi sem lítið innihald er í, ef langt er milli orða og efnda.

 Sævar fullyrti að brottkast væri enn stundað þó það hefði hugsanlega eitthvað dregið úr því síðan það var í hámarki um aldamótin (2000). ÓþARFI AÐ ÞYRLA RYK Í AUGU FÓLKS.  Margt taldi hann bogið í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og nefndi helst leigukerfið og ýmis undanbrögð, eins og löndun framhjá vigt og annað. ...Ég er sammála þessu. Fólk mér nátengt talar stundum um hvernig fiskveiðitegundir skipta um ham á vigtinni, þorskur verður eitthvað annað....segi ekki meir. Ég gæti orðið lögsótt.

Hann taldi að byggðakvóta (aukning í hlutfalli hans af heildaraflaheimildum) væri ekki EITT svarið við eða ákjósanleg mótvægisaðgerð við byggðavandanum sem nú blasir við. ÉG ER einnig SAMMÁLA ÞESSU!

Það er verið að færa vandann til, miðlæg stjórnvöld munu þá geta fríað sig. En dæmin utan úr heimi og úr ýmsum byggðarlögum hér heima sýna í fyrsta lagi að það verður ósætti og menn eiga erfitt með að komast að niðurstöðu um hver eigi að hreppa aflaheimildir, og það hleypur "nepótismi/tilhneiging til að hygla ættingjum, vinum og þeim sem standa nærri" í úthlutunarferlið. Með því getur skapast órofa klofningur sem verður ljótur eða blundar undir niðri í nærsamfélaginu og eitrar út frá sér í samskiptum fólks í daglega lífinu. Ég þekki þess dæmi t.d frá Djúpavogi að maður hafði sótt um byggðakvóta í fimm ár og átti 25 ára veiðisögu í samfélaginu en fékk ekki þó aðrir með styttri sögu væru að fá. Ég þekki ekki mál nánar í þessu tilfelli, en ég hef hins vegar á viðtölum mínum um landið við konur í sjávarútvegi fengið að heyra fleiri dæmi þessa að úthlutun byggðakvóta væri verulega bogin. Svo ég er þess fullviss að Sævar hefur á réttu að standa með því að reyna að leysa mál og stemma stigu við byggðavanda með auknum byggðakvóta er ekki verið  að gera byggðunum greiða.Ég tel þó að byggðakvóti verði að vera til staðar að einhverju leyti sem mótvægi við markaðskvótakerfið.  

Ég hef lengi verið talsmanneskja þess að endurskoða beri úthlutunarkerfi veiðiheimilda verulega með það að leiðarljósi að opna stjórnsýsluna betur almenningi með beinharðari þáttöku ýmissa fagaðila að því ferli (slík stjórnsýsla hefur oft verið nefnd á ensku "co-management"). Þetta er ekki auðvelt og því miður hef ég nokkrar efasemdir um að í stjórnsýslunni búi sá félagslegi og faglegi þroski sem þarf til að menn beri virðingu fyrir sjónarmiðum mismunandi aðila í ákvarðanatöku - og eins að stjórnmálamenn láti sig það varða. En ég vil vera bjartsýnismanneskja og tel verulega að það þurfi að setja endurskoðunarferli í gang í þessu máli.

Sævar talaði einnig um að hann teldi að oft gleymdust sjómenn í núverandi umræðu um við hverjum vandinn blasi og að þar væri fyrst og fremst talað um útgerðarmennina (sem eru eignaraðilar í sjávarútvegi eða reka skipin) og fiskvinnslufólk en að sjómenn þeir sem sækja sjóinn væri stór hópur sem gleymdist í umræðunni. Ég hef til dæmis ekki skilið af hverju hafa fulltrúar sjómanna (þeirra sem eru að veiða fyrir okkur og eru ekki LÍÚ fólk) hafa ekki fengið að hafa meiri áhrif á ákvarðanatöku um sjávarútveginn hingað til! Hvernig væri nú að endurskoða það!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband