26.6.2007 | 11:02
Landfræðiþekking í molum - Maó herforingi í Perú á rapp tímabilinu!
Ég fékk kollvarpað söguþekkingu minni í morgun við lestur fréttablaðsins. Þar stóð að Hollywood leikkonan Cameron Diaz hefði móðgað yfirvöld og þjóð með því að bera handtösku með Mao-stjörnu og einhverju slógani á. Samkvæmt fréttablaðinu var herlið Maó við völd í landinu á níunda og tíunda áratugnum!!!! Og ég sem hélt að karlinn hefði drepist árið 1976. Ja, alltaf er maður að komast að einhverju nýju. Hann er kannski eins og Elvis og forsöngvari Doors, Jim Morrison, lifa enn svo sterkt í vitund fólks að þeir endurlífgast og ganga aftur á ýmsa vegu. Hið rétta er að árið 1980 reyndi kommúnistaflokkur Perú undir stjórn Gonzalo að koma af stað byltingu í anda menningarbyltingar eins og Maó hrundi af stað. Þetta reyndu fyrirliðar flokksins endurtekið, en Maó sjálfur var jú allur og eitthvað lítið eftir af herliði kínversku sem nennti að berjast að heiman í anda hans. Eins og alþjóð ætti að vita eru Suður Amerísk ríki annáluð fyrir miklar andstæður í afkomu íbúa sinni, þar ríkir djúp gjá milli fátækra og ríkra, og í slíkum aðstæðum eru góður farvegur fyrir byltingarhugmyndir. Stjórnvöld og blaðasnápar í Perú ættu því að skammast sín fyrir að móðgast yfir asnalegri handtösku og koma frekar af stað félagslegum umbótum borgurum sínum til hagsbóta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.