Yndislegt að velta sér uppúr dögginni

Við frændsystkinin blésum til hóp-daggar veltu á ættarmóti á Bakkaflöt um helgina. Það var gaman, við vorum reyndar einungis fjögur af 75 manns sem tókum til við seremóníuna. Íslenskar sveitir eru kannski ekki kjörlendi til daggarveltu ef illa viðrar en við vorum svo heppin að Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta þessa helgi, þó einhver smá kaldur blástur færi yfir öðru hverju. Ja, svei mér þá, ég er bara að hugsa um að gera þetta að hefð á hverri Jónsmessu, þ.e að velta mér uppúr dögginni. Þetta er bæði heilsusamleg iðja (margt verra hægt að gera sér til dundurs) og svo er þetta mun minna róttækt heldur en að fara að stunda vetrarsjóböð (ég ætla að bíða með það í nokkur ár í viðbót).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband