Aftur um vinnuafl á faraldsfæti

Ýmsar goðsagnir verða til um innflytjendur. Goðsagnirnar festa innflytjendur í ákveðnum hlutverkum sem leiðir til alþjóðlegrar verkaskiptingar innan þjóðlegra marka þar sem þörf er á innfluttu verkafólki. Í Bretlandi hefur þannig orðið rótgróin hugmynd um Fillipseysku hjúkrunarkonuna, Karabísku barnfóstruna osfrv. Í Asíu hefur hugmyndin um tælendinga og vefjariðnað orðið ansi samofin. Í Bandaríkjunum er talað um mexíkanana í landbúnaðinum og latinó-fólk í matvælaiðnaði. Í London er talað um indverjana í samloku- og kaffibúðunum og raunar í öðrum þjónustustörfum. Þannig hefur orðið til ansi rótgróin hugmynd um pólska pípulagningamanninn. Um 120 þúsund pólverjar starfa í Noregi í dag, Um 250 þúsund starfa Bretlandi. Í Tékklandi eru það slóvakar sem er stærsti hópur iðnverkafólks af erlendum uppruna. Því miður hefur það orðið svo að sú hugmynd hefur orðið hávær í Bretlandi að pólverjar séu komnir til að stela störfum frá landsmönnum. Þetta á ekki við nokkur rök að styðjast því að það er hrópandi þörf eftir innflutningi vinnuafls í byggingariðnað og ákveðin þjónustustörf.

Mjög líklegt er að svipað sé uppi á teningnum í Kína þar sem kvika hefur orðið og mikið er um vinnuafl á faraldsfæti innanlands og þá aðallega frá vestri til austurs - en ljóst er að þjóðirnar og þjóðarbrotin eru þá nokkuð önnur, samsetning og goðsagnir aðrar.

Stærstu innflutningsþjóðir erlends vinnuafls eru Bandaríkin og Rússland - stærstu útflytjendaþjóðir heims eru Mexíkó og Kazakstahn. Þannig flytja Mexíkanar til BNA og Kasakstanar til Rússlands. En hæsta tíðni vinnandi fólks af erlendum uppruna er að finna í löndunum Lúxemborg, Kanada og Sviss (eða yfir 50% vinnandi fólks). Hér er auðvitað verið að gera fólk upp í ríkisborgararétti (umhugsunarefni ef fólk er búið að búa lengi á svæðinu).

Helmingur þessa fólks eru konur. Á Fillippseyjum eru konur helst hvattar til að fara. Ríkið treystir á fjárframlög þeirra. Oft eru þessar konur mæður og í þeim tilfellum taka ættingjar við uppeldiskeflinu en brottflutta konan verða fjárframlagsuppspretta fjölskyldunnar að utan. Slíkt breytir eðli móðurhlutverksins á mjög róttækan hátt. En hugmyndin um hlutverk móðurinnar hefur lengi einkennst af nánd, sterkum tengslum milli móður og barna. Það má ímynda sér að þetta horfi þannig við móðurinni að hennar samfélagsskylda stangist á við þörfina fyrir að kynnast börnum sínum náið.

Þegar maður reynir að bera samtímann saman við aðstæðurnar í Bretlandi eftir seinni heimstyrjöldina er ýmislegt líkt og annað ólíkt. Það sem er líkt er að það var mikill skortur á vinnuafli á bretlandi þá eins og er nú. Margar samverkandi ástæður ullu þessu, margar hendur þurfti til að vinna við uppbyggingu samfélagsins, þá var að konur voru draga sig út af vinnumarkaði inn á heimilin og vinnumarkaður dróst því verulega saman, en eins voru margir sem höfðu sinnt hernaði að hverfa aftur til síns heima; fyrrum nýlendna breta, skólaskyldualdur hækkaði einnig.

Það má segja að það hafi verið heppni breta á þessum tíma (þó kaldranalegt sé) að um 9 milljónir manns voru heimilislausar í Evrópu á þessum tíma. Bretar lögðu áherslu á að flytja inn konur og þeir forgangsröðuðu þeim. Þannig voru fluttar inn 18 þúsund konur. Margar þessara kvenna voru úr Eystrasaltsríkjunum, fátækar, grindhoraðar og niðurbrotnar eftir vinnubúðastrit og stríðið. Þarna fór fram eins konar "stock exchange of bodies" þar sem framboð og eftirspurn bætti hvert annað upp. Svipað og í dag þar sem er hagvöxtur og markaður og eftirspurn eftir vinnuafl þar má greina helstu aðliggjandi strauma vinnuafls á faraldsfæti.  

Samkvæmt Lindu formgerast "etnísk" stigveldi  í slíkum breytingum, bæði þá og nú. Oftast er viðmiðið sem liggur til grundvallar húðhvíta. Þannig var litið á konur úr Eystrasaltinu sem hreinar af góðum rótum (Baltic cygnets - clean of good stock), mögulegar mæður breta framtíðarinnar. Húðhvíta er notuð til að meta hvar í stigveldinu þú hefur möguleika á að staðsetja þig. Ýmsar tilfærslur urðu á sjálfsmynd fólks vegna þessa. Til dæmis urðu Írar allt í einu hvítir í Bretlandi en ekki lágstéttar- svertingjar eins og þeir höfðu upplifað sig í eigin landi gagnvart bretunum. Sú sjálfsmynd styrktist þegar bretar tóku að flytja skipulega inn fólk til vinnu frá Karabísku nýlendunum...

Já þessi heimur, félagslega umgjörð hans og hagrænn ráðahagur (imperative) er óumræðanlega margræður.  Hér erum við að upplifa kapítalismann beint í æð en hann er auðvitað að anda í gegnum reynslu og upplifanir fólks sem þarf að flytja búferlum til að skapa sér og sínum aukin efnahagsleg tækifæri. Hvatar að flutningum eru auðvitað af ýmsu tagi, en ekki er hægt að horfa framhjá því að sífellt hnattvæddari fjármálageiri lifir góðu lífi á fjármagnsyfirfærslum alþjóðlega. Talið er að fjármagn að jafnvirði um 18 milljarða bandaríkjadala sé flutt í fyrrnefndum tilgangi (frá erlendum verkamanni til fjölskyldu heima) Í HVERJUM MÁNUÐI. Það er meira það fjármagn sem fer í þróunarhjálp. Hið hnattvædda samtengda heimshagskerfi er því háð "remittances" sem smyr gangverk vélarinnar ásamt öðru eldsneyti.  Peter Dicken og félagar (Global Shift 2007) nefna reyndar svolítið aðrar upphæðir en Linda. Samkvæmt þeim jafngiltu fjármagnsyfirfærslur af fyrrnefndu tagi um 173 milljörðum bandaríkjadala árið 2003. Bara til Rómönsku Ameríku og Karabísku eyjanna var umfangið 54 milljarðar bandaríkjadala árið 2005, meira en samanlögð fjármagnsflæði Beinna erlendra fjárfestinga og þróunarhjálpar. Það segir allt sem segja þarf.

Landfræði fjallar um fólksflutninga (af ýmsu tagi), ný tengsl milli hins staðbundna og alþjóðlega, milli sjálfsmyndar og að heyra til einhversstaðar. Landfræði lætur menningarlega heimsveldisþróun varða, samfélög, staðfélög í tengslum við goðsagnir og tengslin milli hér og þar og svo framvegis.

enda á tilvitnun úr Dicken et.al (2007)

"For some people, remittances allow them to buy a basic basket of essential goods," says Rodolf Tuiran, of Sedesol, Mexico's social development ministry. "But overall, in terms of poverty, remittances do not have a significant impact. They do, however, have an important impact on inequality - they increase it. Of every $100 received, $75 goes to homes that aren't poor". Anecdotal evidence support this. In areas of high migration, the houses in good repair, with a satellite dish, are the ones that receive remittances."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband