Um alþjóðlega fólksflutninga og vinnuafl

Linda McDowell prófessor í landfræði við Oxford háskóla nefndi erindi sitt "Hnattvæðing, kyn og fólksflutningar - stigveldi ójafnræðis og kynslóðabundinna hliðstæða og mismuns". Fyrirlesturinn var einu orði sagt frábær. Markmið Lindu var að sýna fram á hvernig fólk af holdi og blóði sem flytur milli landa vegna atvinnu er ofið inn í vef hnattræns hagkerfis. En einnig að sýna hvernig mynstur fólksflutninga í tengslum við atvinnu eru í samtímanum miðað við breytingarnar eftir aðra heimstyrjöldina þegar að um 9 milljón manns í Evrópu voru "displaced" (áttu hvorki heimili né opinbert sjálf) og voru flutt til nýrra heimkynna, nýs atgerfis og nýs lífs. Linda bar saman tvær konur frá Lettlandi, Önnu sem flutti til Bretlands árið 1944 úr útrýmingarbúðum og Karinu sem flutti til Bretlands árið 2005. Hver var munurinn?

Röksemdarmiðja Lindu er að aldrei í sögunni hafi umfang atgerfistengdra fólksflutninga verið eins stórkostlegt (stutt af tölfræðilegum gögnum) og í dag. Ég er reyndar ekki alveg sammála henni. Í tölum eru um 200 milljónir manns á faraldsfæti alþjóðlega vegna vinnu sem auðvitað er rosalegt en það er einungis um 2,9 % mannkyns á meðan að talið er að um 10% mannkyns hafi verið á faraldsfæti í leit að vinnu um aldamótin 1900 (vesturferðirnar). Alþjóða fólksflutningsstofnunin (IMO) og alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) hafa reynt að spá fram í tímann og sjá fram á að ef fram fer sem horfir verði umfang atgerfistengdra fólksflutninga orðið um 260 milljónir árið 2030 (Dicken 2007).  Við erum semsagt að upplifa sögulegar sviptingar í fólki talið og kvikari breytingar en áður hefur orðið vart.

Linda telur slíkt knýja þjóðríkið til að endurhugsa málefni ríkisborgararréttar (nationality & citizenship), fjölmenningar (multiculturalism) og samstöðu (cohesion) og að fulltrúar stjórnvalda verði að reyna að skilja upp á nýtt hvað það er að heyra til (belonging).

Sum hagkerfi gera út á að hvetja borgara sína til ferðalaga og þar eru Fillippseyjar án efa í fararbroddi.Hagkerfið yrði gjaldþrota ef ekki nyti það við peningayfirfærslur frá Filippseyjingum sem vinna í útlöndum til handa fjölskyldum sínum. ...framhald síðar..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband