Getur verið að höfundur greinar morgublaðsins sé uppspuni?

Síðastliðinn sunnudag birtist grein í morgunblaðinu með yfirskriftinni hættulegur femínismi sem ég las. Greinin var af mörgu athyglisverð, ekki síst fyrir þá heift sem þar skein í garð einhverra femínista elítu/femínistamafíu sem átti að blunda í HÍ en ekki var skilgreind frekar en óljóst vísað í kynjafræði. Talsvert var á þær skvísur og gæja borið, sem ég ætla ekki að fara telja upp. Höfundur hafði að auki sérstaklega horn í síðu rannsóknarstofnunar við Bifröst. Markmiðið með greininni var ekki alveg ljóst, en það var svolítið eins og höfundurinn ætti einhverra harma að hefna. Ekki var annað séð en að höfundur vildi leggja áherslu á að mafían (femínistarnir) væru að vinna gegn hagsmunum jafnréttis kynjanna í landinu með ýmiskonar rangfærslum. Máli sínu til stuðnings benti höfundur á að feministar vanræktu og litu niður til kvenna í kvennastéttum (heimavinnandi húsmæður, í kennarastétt og heilbrigðisþjónustu) og að verkakonur finndust ekki á radar þeirra. Þetta eru auðvitað rangfærslur sem afhjúpa vanþekkingu á ýmsum rannsóknum sem hafa verið framkvæmdar, þar á meðal rannsóknum undirritaðrar.

Ég hef reyndar aldrei kallað sjálfa mig femínista en hef ekkert á móti konum sem velja að kalla sig femínista, það er kannski svipaður munur og í stað þess að klæðast bleiku að klæðast grænu og fjólubláu (báðir litir hafa verið symbol kvenfrelsisbaráttu). Tengslasjálfsmynd, ég og hinir osfrv. Sameiginlegt baráttumál er jafnræði og jafnrétti. Óþarfi er því að stinga fleyg á milli, eins og um svart og hvítt sé að ræða.

Við lifum í lýðræðissamfélagi þar sem skoðanaskipti eru leyfð - það er aðal málið. Sumir eiga erfitt með að una öðrum því, en þetta er nauðsynlegt skref í átt að opnu lýðræðissamfélagi þó stundum sé erfitt að kyngja því að fólk geti verið á öndverðum meiði. Megin inntak fræða sem kennd hafa verið við feminisma er svokölluð afbygging, þar sem afhjúpaðar eru forsendur t.d rótgróinna gilda, valdastofnana samfélagsins. Slíka nálgun er að finna í fjölmörgum fræðigreinum og er hreinlega ekkert nýtt. Ég hef ekki kynnst því að fræðimenn og konur sem leyfa sér að skoða samfélagsmálefni útfrá kynjuðum forsendum telji sig handhafa hins endanlega sannleika. Engir fræðimenn eða vísindamenn með skynsemina í lagi eru svo hrokafullir.

Í hádeginu var ég að ræða þessa grein við samstarfskonu mína sem sagði mér að hana grunaði að þessi grein væri skrifuð af einhverjum öðrum og raunar finnist þetta nafn ekki í þjóðskrá. Mér varð hverft við, getur verið að einhver óljós mynd af konu sé sett í grein, en annar standi að baki og skráður höfundur sé í raun bara tilbúinn frontur. Frontur til að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri á rætinn hátt og vega að trúverðugleika þeirra sem um er fjallað. Ég veit ekki, ef rétt er, er ég sárhneyksluð. Þetta hlýtur að vega að trúverðugleika blaðsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband