22.5.2007 | 22:32
Gott fólk á ráðherrastóla, en svei strategíu strætó
Ég er í skýunum yfir kynjajafnræði í útnefningum ráðherra samfylkingarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir er öflug kona sem á eftir að sýna hvað í henni býr. Ég er líka ánægð með að Össur er komin yfir byggðamál og ferðamál, þar fer maður sem þorir. Það skiptir jú öllu. Ferðamál eru málaflokkur sem óumflýjanlega skarast á mörg ráðuneyti en mér sýnist að þeir sem að málunum koma á ólíka vegu, Ingibjörg í utanríkismálum, Þorgerður í menntamálum, Össur í byggða- og ferðamálum, Björgvin í viðskiptamálum og Þórunn í umhverfismálum sé á höndum mjög hæfs og framsýns fólks. Vei þeim - ég bind vonir við þau öll.
En eitt finnst mér verst og það var að heyra af fundi strætó sem áformar að draga saman starfsemina yfir sumartímann. Að mínu mati endurspegla slíkar strategíur heimóttahátt. Hvað með ferðamennina vænu ákvarðanatökuaðilar, eruð þið ekki í sambandi? Það getur vel verið að skólafólk taki ekki strætó eins títt yfir sumarmánuðina, en á móti kemur að þetta er háönn í móttöku ferðamanna hingað til lands. Alveg er það dæmigert að mönnum yfirsjáist að aðgengi almenningsamgangna er lykilatriði í móttöku borgarferðamennsku.
Það er svo. Það eru alltaf plúsar og það eru mínusar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.