Reiðitjáning og innilegir formannskossar

Íslenskt samfélag iðar af lífi þessa dagana. Lýsingar af stjórnarmyndunarviðræðunum er í stíl við lýsingar í dýralífsmyndum frá BBC. Á meðan keyrir reið kona ofan í bílakjallara kringlunnar um miðja nótt og úðar lykkjum á skilti. Kannski átti hún harma að hefna, hafði verið svikin um kaupið sitt í einhverri verslun samtíma lystigarðs okkar neytenda. Hver veit. Ég er allavega sammála því að þetta er meira skemmtifrétt en samfélagskrufning í fréttaformi og álitamál hvort að slíkur fréttaflutningur eða miðlun vefsjónvarpsbúts á rétt á sér Big brother. Geir og Ingibjörg eru sýnd kyssast á mynd í fréttablaðinu og staðhæft að þau séu hin innilegustu m.a í rembingskossum þessa dagana. Ja, ástin hreiðrar víða um sig á vordögum, t.d í skólaskjóli sonar míns en þar hafa tveir samstarfsmenn nýlega náð saman. Ég veit ekki hvað mér finnst um svona fréttaflutning - ég er svo rotleiðinleg að mér finnst þetta jaðra við að verið sé að höfða til einhverra lægri hvata fólks en upplýsa það....veit ekki...

Mér fannst allavega bakþankar Þráins Bertelsonar verulega upplýsandi, sem einmitt hefur verið spalti helgaður svona kæruleysishjali góðra penna. Þar kom fram að rekstrarkostnaður utanríkisráðuneytis hefur verið slíkur að ef deilt á hvert mannsbarn í landinu eru það 380 þúsund krónur á ári (væntanlega miðað við síðasta ár).


mbl.is Kona „graffar" í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband