20.5.2007 | 14:12
Tæp vika í Barbados
Þá er tæp vika í ferðalög okkar mæðgina suðvestur um haf. Lifrarbólgusprautur í lagi og nú ríður á að vera skipulagður, og leggja lokahönd á ýmis verkefni sem bíða þess. Lesa bs.ritgerðir til dæmis svo hægt sé að útskrifa nemendur með sóma, og klára skýrslur sem hafa hangið í smá tíma. Volcanogirl verður að breytast í supergirl svo allt gangi upp. Samkvæmt Lailu vinkonu eru engir snákar eða kóngulær í kringum Bridgetown, en einhverjir litlir fuglar sem ryðjast inn í hús gegnum gluggarimla og reyna að ná sér í æti. Það verður fróðlegt að sjá og hlýtur að vera sérstakt. Það verður gott að ná úr sér vöðvabólgunni og drekka í sig A og D vítamín, hlaða batteríin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.