19.5.2007 | 13:34
Vítahringur á Vestfjörðum - samfélag í uppnámi
Það er skelfilegt að fá staðfest endurtekið hversu mikið starfsóöryggið er í sjávarútvegi á landinu, og eitt er víst að auglýsingar fjöltækniskólans í augnablikinu þar sem er fjasað um spennandi, vel borgað og hátæknilegt starfsumhverfi hljóta að hljóma eins og hjóm eitt í eyrum ungs upprennandi fólks í dag. Veruleikinn er annar, lítil strandsamfélög sem hafa breyst gífurlega undanfarin áratug eru í útrýmingarhættu sem sjávarútvegsver. Sem betur fer eru aðrir kostir, en ekki ýkja margir. Á Flateyri búa margir erlendir íbúar sem væntanlega munu ekki standa upp með hávær mótmæli, og væntanlega ekki heldur vera leiðandi í frumkvöðlastarfsemi eða stofnun nýrra fyrirtækja á staðnum. Það mun ekki einu sinni vera forsenda fyrir að hrinda af stað verkefnum sem geta styrkt byggðina, t.d hagur á heimaslóð því það verður ekki fyrir að fara íbúum sem geta borið slíkt uppi. Það eru ef til vill um tíu ár síðan að byggðarlagið Flateyri sogaðist inn í vítahring sem erfitt gæti verið að snúa við. Jaðarsamfélög eins og Flateyri eiga ekki uppreisn æru von, því þurft hefði að grípa inn miklu fyrr. Ég bind þó vonir við útlendingana sem þar búa. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að flytja frá verðlausri fasteign, en tengsl þeirra við heimalönd getur ef til vill hrundið af stað ferðamannastraum inn á staðinn og skapað markað fyrir frístundaleigu húsanna þannig að hægt sé að reka eignirnar í það minnsta. Flateyri verður ekki líflegt samfélag fólks sem elst þar upp við háleita drauma, heldur jaðarbyggð til afslöppunar. Það er frekar nýlega að pólítikusar og skoðanamyndendur hafa sett spurningamerki við hvort réttlætanlegt væri að ætlast til þess að sjávarútvegur beri uppi byggð við ströndina. Þá spyr ég, er raunhæft að halda að ferðaþjónusta ein geti borið uppi byggð á landsbyggðinni?
Tilflutningur starfsemi |
Fyrirtæki lokar starfsstöð |
Grunngerð fyrir atvinnulíf og íbúa versnar |
Minni spurn eftir vörum og þjónustu innan svæðisins |
Samdráttur í framleiðslu fyrir markað svæðisins |
Minna fjármagn í samfélaginu |
Minni skatttekjur sveitarfélags |
Fækkun starfa og fólks á svæðinu |
Minna framboð á hæfu vinnuafli |
Bak- og framtengsl rofna |
Hópunar-hagkvæmni úr sögunni |
L |
Minn tími í sjávarútvegi er liðinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir að hafa áhuga á málefnum Vestfjarða. Það sem er að gerast hér er málefni allrar þjóðarinnar, ekki bara okkar hérna fyrir vestan.
Við hér á svæðinu erum að spyrna við af öllum kröftum, þeir virðast ekki duga til.
Spyrnum öll við Íslensk þjóð!Vestfirðir, 19.5.2007 kl. 14:20
ég er svo sannarlega sammála því að þetta er ekki svæðisbundið áhyggjuefni. Ég er pínulítið hrædd um að flokkarnir sem eru að mynda stjórn (hugsanlega) um þessar mundir séu ekki sterkustu flokkarnir á því sviði að breyta vörn í sókn fyrir landsbyggðina. Þau eiga auðvitað eftir að sanna sig saman en hingað til hafa þetta ekki verið þeir flokkar sem sterkast hafa barist fyrir landsbyggðamálum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir að þetta eru uppsöfnuð orsakatengsl sem hafa safnast upp yfir lengri tíma. Þetta er ekki nein augnabliks uppákoma og má því heldur ekki taka á málum líkt og svo íslenskt er, að slökkva elda. Það þarf að byggja undirlag sem er minna eldfimt en nú er.
Anna Karlsdóttir, 19.5.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.