Skemmtiskipa vertíðin

Forsíða á kynningarbæklingi

 Ég viðurkenni það, ég er algjörlega forfallin fag-idiot þegar kemur að skemmtiskipum. Í dag lögðu tvö skip að höfn hér í Reykjavík. Annað þeirra heitir Astor og hefur margsinnis áður komið til Íslands en hitt sem heitir Arielle var að koma í fyrsta sinn. Bæði skipin sigla áfram til Akureyrar í kvöld og verða komin þangað í bítið. Bæði skipin eru stútfull af þjóðverjum. Í hádeginu skellti ég mér í göngutúr að miðbakkanum til að skoða Astor og ætla með kvöldinu að kíkja á Skarfabakka (nýja bryggju sem faxaflóahafnir voru að vígja í sundahöfn) til að athuga hversu margir farþegar eru með Arielle.  Með Astor voru um 531 farþegi (en svefnpláss er fyrir um 590). Þetta er svona venjuleg nýtingarprósenta, sýnist mér.

Það er svolítið um að þjóðverjarnir séu farnir að taka með sér reiðhjól á skipin, þeir geta því tekið fákinn með í land og virt land og þjóð fyrir sér. Mér finnst þetta alveg fyrirmyndar hugmynd, og vona bara að Íslendingarnir taki eftir þessari nýju flóru ferðamanna.

Það má segja að skemmtiskipin kryddi bæjarmyndina að sumrinu. Það er auðvitað óvenju mikið af gangandi vegfarendum á sumrin um miðborgina og þorrinn eru ferðamenn af einhverju tagi. Þó að langstærsti hluti farþeganna hópi sér á skipulagðar útsýnisferðir um nágrenni Reykjavíkur, þá er alltaf slæðingur sem velur að rölta um bæinn og taka það rólega á meðan skipið liggur að.

Mér sýndust þjóðverjarnir veru afar vingjarnlegir, og ég hef sjaldan hitt úttaugaða ferðamenn á svona skipum. Ætli þetta ferðaform sé ekki bara meira afslappandi en flugferðir (það er að segja ef ekki verður of vont í sjóinn). .....Akrafjall og skarðsheiði, eins og fjólubláir draumar, ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík.

 


f_my_pictures_2006-02_feb_auglljosm.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband