Margt gott og nothæft býr í náttúrunni

Þetta er veikleiki, ég viðurkenni það - ég læt hluti fara í taugarnar á mér. Ég held samt líka að það sé kostur að þegar vora fer sé ég ýmis teikn um möguleika sem tengjast grósku náttúrunnar..og ég átta mig á að alls ekki allir eru læsir á það í okkar samtíma. Ég lét um daginn frétt um pirring Stykkishólmsbúa á óheftri grósku fífla fara í taugarnar á mér. Til hvers að eyða orku í pirring, ég gremst sjálfa mig.
Túnfífill er frábært blóm sem er eins og ísjaki að því leyti að það sem fólk sér er einmitt hverfandi hluti þeirra eiginleika sem plantan býr yfir. Sem lækningajurt býr hann yfir þeim eiginleikum að vera blóðhreinsandi, góður við blóðleysi meltingartruflunum og hægðatregðu. Hægt er að brugga úr blómunum vín og eins er hægt að djüpsteikja þau og borða og njóta.

Ísland býr yfir yndisþokka grósku í formi plantna sem nothæfar eru til allskyns nota.

Ég ætla að deila með ykkur teblöndu og útskýra virkni hennar ykkur vonandi til yndisauka

Sumar teblanda Önnu
Hvannablöð og fræ (týnd á leið í Landdmannalaugar)
Þistlablóm (týnd í Reykjadal við Hveragerði)
Morgunfrúrblóm (ræktuð af fræjum í eigin garði)
Mjaðurt ( týnd við Apavatn)
Rauðsmári (týndur í Mosfellsbæ)

Hvönn er notuð við hverskyns meltingartruflunum, verk- og vindeyðandi, krampastillandi, slímlosandi, svitadrífandi, vatnslosandi, bakteríu- og sveppadrepandi, örvar meltingu og blóðflæði (heimildir: Anna Rósa, Íslenskar lækningajurtir, Politikens helbredende urter og Alaska wilderness medicines).
Mjaðurt er barkandi, bólgueyðandi,ð og dregur úr magasýrum, er hitalækkandi, verkjastillandi, svitadrífandi, bakteríudrepandi, vatnslosandi og græðand og hefur meira að segja orðspor fyrir að græða magasár. (Heimildir: Anna Rósa Íslenskar lækningajurtir, Politikens helbredende urter og Alaska wilderness medicines).
Rauðsmári er slímlosandi, húðhreinsandi, vægt krampastillandi og græðandi ( góður við húðsjúkdómum eins og exem og sóríasis), er góður við hálsbólgu og hefur orðspor um að hreinsa blóð, þynna blóð og örva lifur ( Heimildir: Anna Rósa Íslenskar lækningajurtir og Mckinnon, Kershaw, Arnason et.al Edible & medicinal plants of Canada).
Þistill er notaður til að hreinsa blóð og örva lifur, og hjálpa við lifur- og nýrnavandamálum, gigt en hefur einnig virkni gegn gigt og háum blóðþrýstingi. Ekki er vísindalega sannað en þó haldið fram að þistill geti dregið úr sykurstigi í blóði og leyst upp nýrnasteina. (Heimild: Mckinnon, Kershaw, Arnason et.al Edible & Medicinal plants of Canada)
Morgunfrúr eru græðandi og virka gegn sveppasýkingum. blómin eru bólgueyðandi og nýtast sem meltingarörvandi meðal sem örvar útskiljun galls.

ATH: varast ber að nýta þessa blöndu sé maður þungaður eða sykursjúkur

Munið kæra fólk að íslensk náttúra býr yfir magnþrungnum töfrum og nytjum
Njótið vel


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að googla um amerískan mat og datt niður á gamalt blogg frá þér (17.1.2008) sem ber heitið:“Holdafar, matarmenning og ofát“. Þar segir þú: „Á meðan að Frakkinn gæti nefnt nokkra vel þekkta þjóðarrétti eins og cassoulet eða bæuf bourguignon myndi Ameríkaninn vísast detta fyrst í hug pizza, hamborgari eða tacos“. Hér er enn ein bábyljan og fáfræðin þegar kemur að ameríkönum.  Ég bjó áratugum saman í USA og kynnist matarmenningu þar vel. Í USA eru matsölustaðir sem sérhæfa sig í matargerð frá mörgum evrópulöndum, eins og Portúgal, Spáni, Þýskalandi ogfl. Þegar ameríkani hugsar um mat gæti hann allt eins dottið í hug að fá sér Cajun, pasta eða fiskmeti. Það er algjör misskilningur að það séu hamborgarar, pizza og tacos sem þeim dettur fyrst í hug þegar kemur að mat.

Hörður Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband