Kvalir við óþægilega ákvarðanatöku

Einhvern tíma sagði mér vís maður eða kona að það væri í manneskjunnar eðli að forðast ákvarðanatöku um óþægileg málefni. Eitt er víst að heimsbyggðin, sem er samtengd í gegnum viðskipti, fjármál, stjórnmál og ýmis tengsl af öðrum toga bregst nú við merkjum, svipað og indiánarnir forðum daga eru sagðir hafa lesið í reykmerki.

Fréttir berast og dreifast um viðbrögð ákveðinna stjórnvalda ákveðins lands og tugþúsundir, hundruðþúsund ef ekki milljónir fólks (á hinum abstrakt markaði) bregðast við og reyna í gríð og erg að selja hlutabréf sín á enn lægra verði en í gær. Þessi hringavitleysa heldur áfram linnulaust á meðan að öll spjót eru á orðum eða líkamstjáningum stjórnmálaelítunnar sem hvorki virðist hafa tök á að takast á við erfiða ákvarðanatöku né vilja það.

Það er athyglisvert að lesa greiningar samtíma spámanna á fjármálum. Til dæmis skrifaði George Soros um mögulegar lausnir til að koma í veg fyrir heimskreppu tvö fyrir nokkrum dögum. Hann telur að nú verði að taka veigamiklar (lesist: óþægilegar) ákvarðanir:

"Three bold steps are needed. First, the governments of the eurozone must agree in principle on a new treaty creating a common treasury for the eurozone. In the meantime, the major banks must be put under European Central Bank direction in return for a temporary guarantee and permanent recapitalisation. The ECB would direct the banks to maintain their credit lines and outstanding loans, while closely monitoring risks taken for their own accounts. Third, the ECB would enable countries such as Italy and Spain to temporarily refinance their debt at a very low cost. These steps would calm the markets and give Europe time to develop a growth strategy, without which the debt problem cannot be solved." (Soros í FT 29.sept.2011)

Allar þessar aðgerðir taka þó í grunninn á einungis einum hlut, að lægja öldur viðbragða á markaði, semsagt stýra reykmekkinum betur. Þessum líka velafmarkaða og skýra geranda (eða hitt þó heldur).  Markmiðið er vitlaust sett frá upphafi í nálgun Soros, því miður.  Peningahagkerfið, fjármálastofnanir og stjórnvöld eiga að vinna í þágu almennings og umhverfis. Fjármálakerfið á að auka lífsgæði ( sem auðvitað er álitamál í hverju felst og hvað þarf til). Þessi sjálfala markaður er stórhættulegur mannlegu samfélagi af því að hann er uppspuni, vöruvæðing eins og Karl Polanyi skrifaði um árið 1944. Sé markaðurinn óheftur látinn stjórna mannlegu samfélagi er kreppa óumflýjanleg. 

Auðvitað má segja að markaðurinn sé samnefnari fyrir viðbrögð fólks sem pælir í viðskiptum  (í þessu tilfelli verðmæti hlutabréfa, sem eru bæði hvikul og afar óáþreifanleg stærð). Hafi fólk littla trú á einhverju gengur illa að tala upp verðmæti þessara hvikulu og óáþreifanlegu stærða, hafi fólk miklar væntingar til trúverðugleika þeirra sem tala þær upp, er líklegra að verðmætin hvikulu og óáþreifanlegu (bréfin) haldi verði sínu eða hækki.

Það virðist einhvern veginn vera að þær séu svo óbærilega óþægilegar allar ákvarðanir sem líta burt frá markaði sem drottnara að ekki sé almennilega hægt að takast á við þær um þessar mundir. 

Það eitt og sér er athyglisvert.

Það þarf að taka á allt öðrum hlutum að mínu viti. Það er t.d óheilbrigt á hvaða forsendum fyrirtæki í dag starfa sem háð eru hlutabréfaeigendum (sem jafnvel hafa lítið sem ekkert með daglegan gang fyrirtækjanna að gera, eru fyrst og fremst fjármagnseigendur). Þegar hlutabréfaeigendur vita hver er hinn daglegi gangur í starfseminni er meiri tilhneiging til að vanda sig og minni hvati til að búa til bólu/reykmökk. Það er miklu eðlilegra að þeir sem starfa í fyrirtækjunum eigi í þeim og ég vona að þessi hugsun nái fótfestu og breiðist út sem viðbrögð við þeirri huglægu kreppu sem viðskiptalífið stríðir við um þessar mundir.

 

 


mbl.is Hlutabréf lækka mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband