Ég hef því miður tilhneigingu til að vera sammála Brown hvað þetta varðar. Það hefur ekki verið tekist á við rót vandans að neinu marki enn sem komið er. Mikið hefði verið gaman ef stjórnmálamenn samtímans í Evrópu hefðu verið skarpari. Ég ætla þó ekki að vanmeta hvaða þrýstingi þeir hafa verið undir frá mismunandi hagsmunaöflum og þá kannski sérstaklega sífellt ríkari og spilltari fjármálastétt. Vandi samtímans í efnahagsmálum hvar á landi sem borið er niður ef frá er talið Þýskaland er sífellt aukinn aðstöðu- og afkomumunur fólks. Gjáin milli ríkra og fátækra hefur stækkað. Það þarf að herða að bönkunum og svipta fjármálastofnunum því óheilbrigða frelsi sem þeim var veitt þegar að þeir gátu farið að sinna pappírsbrellum eins og afleiðuviðskiptum að vild í stað þess að ávaxta fjármagn á heilbrigðan hátt með inneignum og alvöru þjónustu við fólk. Tilhögun og óheft frelsi bankanna og fjármálakerfisins til spákaupmennsku er ein rót vandans einnig. Enginn hefur enn sett á skatta á fjármagnsflutninga (Tobin tax), enginn hefur enn sem komið er stuðlað að uppbyggingu "true cost economy" þar sem externalities eru tekin inn í dæmið. Yfirborðslausnir ná skammt þegar kemur að því að taka til í efnahagskerfinu.
Hinsvegar ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýn á að þeir þjóðarleiðtogar og "visionaries" sem í framtíðinni munu taka til muni skapa ný tækifæri fyrir þjóðir sínar. Þó að núverandi leiðtogar séu ófærir um að takast á við vandann hefur mannkynið ekki enn hætt að eiga börn sem jú vaxa úr grasi.
Orð hafa áhrif og þegar að sagt er að einhver hafi misst af tækifæri er verið að gera að því skóna að sá hinn sami hafi tapað, misst af lestinni, hafi orðið undir og ekki verði aftur snúið. En er það í raun þannig - kannski þarf Gordon Brown að endurnýja trú sína á ungt fólk sem hefur heilbrigða sýn á málin.
Evru-ríkin misstu af tækifæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.