Að slá eign sinni á náttúruna - hvernig má geirfugl líta út?

Gaman að ljósanótt hafi farið svona vel fram. Þessi hátíð er mikil bragarbót í starfi bæjarfélagsins og hefur ávallt verið vel heppnuð. Ingólfur Magnússon nemandi minn í ferðamálafræði gerði afar vandaða könnun í bs.verkefni sínu á upplifun og þáttöku íbúa í undirbúningi og hátíðahaldi ljósahátíðar. Það var nær óblendin ánægja með hana. Hátíðir af þessu tagi gegna ekki einungis því hlutverki að efla samstöðu íbúa og eiga sameiginlega ástæðu til að fagna því þær hafa einnig aðdráttarafl fyrir brottflutta og þá sem ættir eiga að rekja á svæðið. Það er því ekki að ástæðulausu að hátíðir af þessu tagi hafa oft orðið uppspretta svokallaðrar ættjarðarferðamennsku.

Ég vil þó gera deilu um Geirfuglskúlptúrinn að umræðuefni mínu hér.

Settur hefur verið upp skúlptúr af geirfugli eftir erlendan listamann sem hefur gert það að sínu þema að móta dýr í útrýmingarhættu út í minnisvarða sem settir eru upp á stöðum þar sem þeir eru upprunnir. Íslenskur listamaður hefur fyrir nokkrum árum fengið að setja upp minnisvarða um geirfugl á allt öðrum stað (nánar tiltekið í Skerjafirði) í allt öðru samhengi.

Nú snýst einhver annarleg umræða um það að hve miklu marki hinn nýuppsetti skúlptúr erlenda listamannsins er eftirlíking eða ekki, og hversu ósvífið það er að endurtaka leikinn (sem nb. var í öðru samhengi settur upp).

Ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum halda listamenn að þeir geti slegið (einka) eign sinni á náttúruna eins og hún er sköpuð, með sköpun sinni. Þýðir þetta að ef að Van Gogh málaði einu sinni sólblóm þá má enginn annar mála sólblóm, og auðvitað sérstaklega ekki ef hann er í nærliggjandi firði. Má þá enginn annar listamaður móta svan í höggmynd ef einhver annar hefur gert það. Það má kannski grínast með það að það séu óteljandi möguleikar í að móta ólíka kynbætta og úrkynjaða kjúklinga úr landbúnaðariðnaðarframleiðslu. Þar væru menn vissulega ekki að líkja eftir sérkennum veru úr villtu dýraríki, náttúrunni.

Í alvöru talað. Það er meira að segja látið að því liggja að minnisvarðinn um geirfuglinn sé of líkur þeim sem Ólöf Nordal (með allri virðingu fyrir þeirri mætu listakonu) kópíeraði í málm á sínum tíma.

ég spyr: hvaða rétt hafa listamenn á að eiga einkarétt á mótun náttúrunnar sem speglun við náttúruna eins og við sjáum hana. Eigum við ekki bara að banna sköpunarkraftinn eða fella hann undir einkaleyfi? Nei takk - njótum beggja geirfugla í ólíkum tilgangi. Lifið vel.


mbl.is Tugþúsundir á Ljósanótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki verið meira sammála.  Takk fyrir góðan pistil.

Jóhann Elíasson, 6.9.2010 kl. 05:17

2 Smámynd: Einar Karl

Hugsaði eitthvað mjög svipað! Fannst fréttamenn fullfljótir að búa til eitthvað drama og kalla til sérfræðing (í sjónv.fréttum RÚV í gær) sem var svo fyrirfram búinn að skipa sig sem talsmann annars aðilans í þessu máli...

Einar Karl, 6.9.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband