30.8.2010 | 12:41
Heimur ísjakanna
Ég tek undir með Heimi Harðarssyni að á Grænlandi, í austri sem og vestri er afar fagurt og ekki ofmælt að slík lýsingarorð sé hægt að auka í eftir sem norðar dregur.
Hinsvegar er orðalag fréttarinnar sérstakt að því leyti að látið er eins og engin ferðaþjónusta sé í Scoresbysundi. Það er væntanlega lítið um að skútur bregði sér svo norðarlega en geta má þess að Nonni travel hefur gert út ferðir í allavega á annan áratug til svæðisins. Þess má auk þess geta að á síðasta ári börðu líklega tæplega tíu þúsund manns svæðið augum. Annað hvort með skemmtiferðaskipum/leiðangursskipum eða sem dagsferðamenn frá Íslandi.
En ég óska samt forsvarsmönnum Norðursiglingar til hamingju með að átta sig á perspektivunum við að auka samvinnu við Grænlendinga í ferðaþjónustu og vona að það gerist á jafningagrundvelli og ekki sem nýlenduverslun. Þetta er vandmeðfarin slóð!
![]() |
Siglt um ævintýraheim Grænlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þakka Önnu fyrir réttláta athugasemd. Tilvitnunin hefði mátt vera skýrari þ.e. að heimamönnum litist vel á að nýtt fyrirtæki (í þessu tilfelli Norðursigling) hæfi rekstur ferðaþjónustu á svæðinu. "Heimamenn" voru reyndar m.a. forsvarsmenn Nanu Travel sem er systurfyrirtæki Nonna Travel. Við hjá Norðursiglingu nutum reyndar mikillar aðstoðar og ráðgjafar frumkvöðlanna hjá Nonna Travel þeim Helenu og Sigurði við undirbúning okkar ferðar og síðan fengum við höfðinglegar móttökur hjá Martin og co hjá Nanu Travel er út var komið. Laukrétt hjá þér einnig að svona þarf að gerast í góðri samvinnu við heimamenn. kv,Heimir
Heimir Harðarson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.