Predikun um málnotkun

Það eru sláandi tíðindi að fyrir utan göngumenn í Paradísardal, séu alls fjórtán kajakræðarar týndir við Grænland. Vonandi finnst fólkið sem leitað er heilu á höldnu.

Ég hef athugasemd við framsetningu fréttarinnar, sem líklega er þýdd úr dönskum miðli (afhverju farið þið ekki í sermitsiak og þýðið þaðan).

Eins og alþjóð veit er Grænland því marki brennt að hafa verið nýlenda Dana um langt skeið. Árið 1979 fékk Grænland loks eigin heimastjórn með mjög takmörkuðum heimildum og árið 1989 var hún enn styrkt í sessi. Fyrir um tveimur árum síðan var gengið enn lengra og samþykkt yfirlýsing og stefna þess efnis að gera Grænland loks sjálfstætt þó enn sé töluvert í að það rætist í reynd.

Frá 1979 (fyrir um 31 ári síðan) var það yfirlýst stefna að ríkismál Grænlendinga væri grænlenskan því hún var í bráðri útrýmingarhættu vegna nýlenduyfirráða Dana í öllu skólakerfi, ákvarðanatöku og opinberum stofnunum. Grænlendingar margir á mínum aldri og eldri misstu móðurmálið sitt og eru vart talandi og síst lesandi á grænlensku. Þeir eru enn að berjast við öfl sem af leti og gömlum vana vilja ekki læra svo "basic" atriði eins og staðarnöfn á ríkismálinu.Grænlenskan er móðurmál heimamanna, hún er nú sem betur fer kennd í skólum og embættismenn þurfa að geta talað hana til að fá starf í opinberri stjórnsýslu (þó enn séu víst einhverjar brotalamir á því).

Það er eðlileg krafa heimamanna að þeir fái að tjá sig á eigin tungumáli að mínu viti. Og því hefur þessi barátta Grænlendinga verið grundvallar réttindamál.

Ef við setjum okkur í spor þeirra myndi frétt í erlendum miðli hljóma á þann veg að eitthvað hefði gerst í Smokie Bay eða Field Banks en á frummálinu kölluðu frumbyggjarnir það Reykjavík og Akureyri....Og svo er farið rangt með blessað nafnið að auki í fréttinni - hið rétta er að bærinn heitir Ittoqqortoormiit en ekki Illoqqortoormiit.

Ég hef setið í flugvél á vegum flugfélags Íslands sem var á leið til Grænlands og verið að kenna flugstarfsfólkinu (flugfreyju og flugstjóra) að bera fram og læra utanað grænlensk bæjarnöfn þar sem átti að lenda. Það hefði verið mjög pínlegt  fyrir flugfreyju og flugstjóra að tilkynna fyrir farþegum lendingar á stöðum með ókennilegum nöfnum sem farþegarnir nota ekki yfir staðina.

Ég fylgi Vigdísi Finnbogadóttur í sannfæringu um að mjög mikilvægt er fyrir þjóðir og menningahópa að viðhalda tungumáli sínu. Eg er spennt yfir nýjum rannsóknarniðurstöðum sem sýna fram á að tungumál og skilningur eru forsenda hugmynda og heimsmynda. Ég fylgi fjölbreytileikanum.

Ekki detta ofan í þá leti að bera sig ekki eftir að læra staðarnöfn á máli heimamanna.


mbl.is Enn ekkert spurst til kajakræðara á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband