Bókhaldstap, bólgnar væntingar og raunverulegt tap

Nú er maður orðinn svo skyni skroppin eftir að hafa sætt hálfgerðum pyntingum í formi frétta um bókhaldsbrask og afskriftir, bókhaldskúnstir og annað í þeim dúr að frétt um eldgosatengt tap stærsta ferðaþjónustu-fyrirtækis heims er eitthvað sem maður kippir sér lítið upp við.

Þetta er svona svipað eins og keðjuverkun af gunguskap skipstjóra Artemis (sem þorði ekki inn í Ísfirska þoku), auðvitað finna fleiri fyrir því en bara hin alþjóðlega samsteypa þegar áætlanir bregðast.

ég hef aðeins stúderað fyrirtækið TUI en það er afleiðing af endalausum samrunum og yfirtökum sem einkenndu tímabilið frá þúsaldamótum til 2008 í alþjóðlegu viðskiptalífi. Nú vitum við auðvitað sem er að slík hernaðarbrögð í viðskiptum voru oftar en ekki byggð á skuldsetningu. Þegar fyrirtæki eru verulega skuldsett sem hlutfall af eiginfjárstöðu þurfa þau að keyra alveg svakalega stíft til að geta staðið við sínar skuldbindingar. Ef maður snýr þessu yfir á líkingamál, má segja að því stærri útgerð sem maður er með, því meiri velta þarf að vera til að halda utan um til að greiða fyrir umsvifin, því minna má bregðast í starfseminni.

Eitt af því sem stórhuga viðskiptamönnum yfirsást kannski var einmitt þetta, maður þarf að vanda sig (þeir hefðu sumir kannski þurft að vera íhugulli á meðan á öllum yfirtökunum stóð).

Það fer tvennum sögum af TUI - í fyrsta lagi voru óstaðfestar fréttir í helstu viðskiptamiðlum heims í febrúar 2010 að verið væri að reyna að selja stórveldið (kannski ekki besta tímabil viðskiptasögunnar, allavega ef átti að selja það í einu lagi).

Í öðru lagi stærir samsteypan sig af því að vera alltaf á höttunum eftir framtíð ferðaþjónustunnar (sem þeir telja sig geta skilgreint greinilega.

Það er því kannski bara fjölmiðlastönt - að birta lélegar afkomutölur og tengja við gosið í Eyjafjallajökli. Því þegar allt kemur til alls er fyrirtækið með svo bólgnar væntingar að ekkert má útaf bregða þá tapa þeir í bókhaldinu. Hið raunverulega tap er auðvitað a) að starfsmenn eru þrælar staðlahyggju í ferðaþjónustu og fá ekki að blómstra því þeir eru hermaurar í stigröðuðu veldi ferðaþjónustu TUI.B) Aðrir sem eiga hagsmuna að gæta þar sem TUI velur að þröngva sér inn á ferðamarkað eru undirorpnir ráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins og þá má fólk dæma fyrir sig sjálft hvort því finnst það hagsælt.

Þannig að jú, auðvitað má segja að það sé frétt þegar að TUI velur að tilkynna opinberlega um að halli undan fæti að minnsta kosti tímabundið, því þeir eru ígildi þjóðhagskerfis þegar kemur að umsvifum. Fyrir mér er TUI hinsvegar dæmi um fyrirtæki í ferðaþjónustu sem að hefur tapað sér í  stærðarhagkvæmni. Þegar á reynir hrynja slík veldi oft.

Þannig það er spurning hvort maður á að fagna frekar en armæðast.

 


mbl.is Askan veldur TUI tjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband