9.8.2010 | 10:48
Loftslagsbreytingar og bráðnun jökuls
260 ferkílómetrar ísjaki brotnaði úr Petermann Gletscher á Norðvestur Grænlandi. Þetta eru stórfréttir því jökullinn er nú orðinn 3/4 af því sem hann var. Í vísindagrein úr Science um jökul-leysingar/skrið/kæltring út í sjó kemur fram að mesta brotið er almennt í Petermann af jökultungum Grænlandsjökuls. Í greininni sem þó er frá 1997 (Rignot, Goginene, Krabill & Ekholm 1997) og sem ber titilinn "North and Northeast Greenland Ice Discharge from Satellite Radar Inteforometry" kemur fra að heildarmeðal brot úr 14 jöklum á norðurhluta Grænlands á ári er um 49 ferkílómketrar (sjá tilvitnun að neðan). Þetta er því rúmlega fimm sinnum stórfelldara en heildar brot á ári af þessu svæði. Þó brot ísjaka sem fellur í sjóinn sé alkunna á Grænlandi leikur enginn vafi á að stórefli þetta er afurð loftslagsbreytinga.
Combined together, the analysis implies that the 14 glaciers discharge 49.2 km3/year of ice into the ocean (10% uncertainty) (Table 1). This ice volume is 3.5 times that discharged at the glacier front (6). The largest difference is recorded on Petermann Gletscher, where the grounding line flux is 22 times the glacier-front flux.
Laila vinkona mín sem fædd er í Ilulisat/Jakobshavn fæddist um miðbik maí í fyrir rúmum 40 árum. Hún segir söguna af því þegar að ísbjörgin flugu út á fjörðinn og það brast og brakaði um allt í ísnum. Hljóðið í jökulbjörgunum þegar þau steypast er engu líkt en einnig er magnað að heyra brestina í mörg þúsund ára gömlum ísbjörgum sem eru að springa og bráðna.
Ég fór að skoða þetta á korti og sá þá að þetta er afar norðarlega og mun norðlægar en nokkuð byggt ból Grænlands (Petermann Gletscher er staðsettur á reit 80V2). Hinsvegar eru borgarísjakar á stærð við landfleka afar hættuleg fyrir skipaumferð þegar sunnar dregur. Nú vitum við ekki í hvaða átt borgarísflekinn flýtur en það ætti að vera rík ástæða til að fylgjast með honum þessum!
Stærsti borgarísjaki í 50 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Ferðalög, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Flott hjá þér að sýna okkur hvar þetta er á korti. Líklega nær þetta að frjósa fast við pólarisinn og ef ekki þá er þetta góð viðbót á að kæla hafið. Það er alltaf einkvað gott við það sem náttúran er að gera. Hafísinn gerið fólki kleift að lifa á Grænlandi á 13 öld og margir gengu yfir þ.e. fluttu búferlum yfir í Kanada og Ameríku. Rúnasteinar og Vörður sína leiðina.
Valdimar Samúelsson, 9.8.2010 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.