22.5.2010 | 10:51
Mannauðsstjórnun á villigötum
Hernaðaráætlanir fyrirtækja í samkeppni eru vægast sagt orðnar meinfýsnar og bera ekki hag neytenda eða viðskiptavina fyrir brjósti.
Kannski er hundurinn grafinn í því hugarfari sem þrífst meðal stjórnenda og starfsmanna fyrirtækjanna.
Þeir eru illa innrættir í gegnum menntun og þjálfun sem snýr að hvaða hugarfar þeir eiga að viðhafa í starfsemi sinni.
Þannig er ekki verið að ala á heiðarlegum viðskiptaháttum í liðsefli starfsfólks (svokallaðri mannauðsstjórnun) heldur er verið að ala á hvernig hægt er að skjóta samkeppnisaðilum ref fyrir rass með hvaða hætti sem er, helst sem meinfýsnustum. Einhvern tíma var sagt í hernaði að best væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, þó það kostaði að góðum hermönnum væri fargað. Hér á það ekki við. Því meiri hagsmunir eru hagstæðari símgjöld fyrir neytendur sem notast við síma, að þeir geti lifað við eðlilegt umhverfi.
Neytendur á Íslandi eru með því sofandalegasta sem gerist í vestrænum heimi, og það gefur auðvitað fyrirtækjunum færi á að misnota stöðu sína. Um það vitna ótal dæmi sem óþarfi er að fjölyrða um hér.
Arion banki eða stjórn hans öllu heldur samþykkti í fyrradag tillögu þess efnis að starfsmönnum bankans væri gert að taka siðfræðinámskeið. Það er þarfaþing en ég spyr mig hvort ekki þurfi meiri yfirhalningu á fleiri sviðum til að breyta hugarfari hermanna viðskiptanna hér á landi. Við þurfum að skoða innrætinguna í námi, við þurfum að ráðast á meinlokur í kenningakerfum sem kenndar eru. Við þurfum að vera meira vakandi sem neytendur almennt.
Fengu hrós frá forstjóranum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.