Ástæða til að fagna

Ég fagna því af heilum hug að Alþingi hafi samþykkt lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, sem gera meðal annars ráð fyrir að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga. Alþingið er þó býsna svifaseint hvað tímasetningu varðar, af hverju eiga lögin ekki að taka gildi frá næstu mánaðarmótum. Er þörf á því að bíða til 2013?

 


mbl.is Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Þú þarft sem sagt forgjöf?

Stefán Helgi Kristinsson, 4.3.2010 kl. 15:09

2 Smámynd: Stjörnupenni

Já, aumingjar þurfa hjálp - það er greinilegt.

Stjörnupenni, 4.3.2010 kl. 15:11

3 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ég er ein af þeim einstaklingum sem tel mig ekki þurfa forgjöf vegna þess að ég hef brjóst og pxkx. Persónulega þykir mér þetta mikil niðurlæging fyrir allar þær konur sem ætla eða komast áfram af eigin frumkvæði, dugnaði og hæfileikum.

.

Halldóra Hjaltadóttir, 4.3.2010 kl. 15:45

4 identicon

þetta er  fáranleg afskiptasemi alþingis af einkafyrirtækjum. það kemur alþingi ekki við hverja fyrirtæki velja í stjórn.

Óli (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 19:50

5 identicon

Þetta er gjörsamlega óþolandi.

Það er rosalega auðvelt að ímynda sér fullkomið samfélag þar sem allt er nákvæmlega eins og maður myndi sjálfur vilja hafa það, en núna, ef ég vil stofna fyrirtæki með 3 vinum mínum, sem allir eru tölvunördar, þá má einn þeirra einfaldlega ekki vera með í því að stjórna fyrirtækinu OKKAR.

Þess í stað þyrfti ég að reyna að finna konu sem hefur snefils áhuga á tölvumálum (þar sem stjórnendur í mínu fyrirtækju myndu þurfa að hafa tækniþekkingu), sem er nánast vonlaust.

Af einhverjum ástæðum þarf alltaf að setja allar jákvæðar breytingar í lög á Íslandi. Ekkert má þróast af sjálfu sér.

Ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég er feginn því að vera fluttur af þessu nautheimska djöfulsins skeri. Fjandinn hirði Ísland.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 23:59

6 identicon

Fyrirgefðu Helgi Hrafn, en ertu yfirhöfuð búinn að lesa lögin?

Í stjórn einkahlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn nema hluthafar séu fjórir eða færri, þá nægir að stjórnina skipi einn eða tveir menn. Ef stjórn félags er skipuð einum manni skal valinn a.m.k. einn varamaður. Þegar stjórnarmenn eru tveir eða þrír í félagi þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar en ákvæði um þetta efni skal taka upp í samþykktir félags. Í tilkynningum um stjórnir til hlutafélagaskrár skal sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna í stjórn. Í einkahlutafélögum, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, skal jafnframt sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna meðal starfsmanna og stjórnenda félagsins.

http://www.althingi.is/altext/138/s/0752.html

Þannig að þið þið félagarnir þrír, verðið varla með 50 starfsmenn svona fyrstu 10 starfsárin? Eða hvað?

Inga Björk Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 22:39

7 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Elsku landar - ég get það sem ég vil ef ég trúi á sjálfa mig og ég er ekki með of brenglað sjálfsmat (maður getur oftast stólað á innsæi sitt og svo er ágætt að taka smá raunveruleikatékk á sjálfum sér öðru hvoru með því að miða sig við aðra þá sem maður lítur upp til).

Ég trúi því að konur og karlar séu fædd með hæfileika sem þau hafa úr að spila, þau geta bæði ræktað með sér fleiri hæfileika og eins geta þau látið slík tækifæri sér úr greipum renna. Fólk er félagsveruur og spilar ekki keilu eitt. Í viðskiptalífinu hefur þrátt fyrir mikinn framgang í menntun kvenna og þáttöku í hinu formlega atvinnulífi ekki gengið að jafna hlutföll kynjanna í stjórnum. Hlutfall kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur nær altíð verið með því mesta sem gerist í heiminum. Þannig að það eru greinilega einhvers konar tregi til þess að taka konur inn í stjórnir og þess vegna þarf að hjálpa til með það. 

Svo einfalt er málið.

Þetta er bara spurning um að gera mannfólkinu greiða;) 

Anna Karlsdóttir, 6.3.2010 kl. 14:52

8 identicon

Allt í lagi, Inga, það gleður mig að ég hafi góðfúslegt leyfi yfirvalda til að stofna fyrirtæki með þeim sem mér sýnist.

En hvernig væri nú að konur kæmust til metorða í gegnum eitthvað annað en lögbundin hjálparhjól? Ekki svara, það skiptir ekki máli, ég bý ekki einu sinni lengur á þessu fokking skítaskeri, meðal annars út af slefandi helvítis heimsku eins og þessari.

Það er ekkert til of mikils ætlast að konur komist til valda og metorða í gegnum eigin vitsmuni og vinnu.

Fjandinn hirði Ísland.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband