Vegvísir en ekki samningsniðurstaða

Það er mannlegt að vera spenntur yfir gangi mála..en Íslendingar og sérstaklega íslenskir fjölmiðlar eru oft á tíðum gasprandi fréttum og fréttatúlkunum án þess að anda og hugsa. Nú er vonandi að Íslendingar nái meira mannsæmandi niðurstöðu í samninganálgunum en áður.

Og þá finnst mér mikilvægt að í stað þess að hlaupa upp og bombardera landslýð með allskonar mögulegum spekúlasjónum og gaspri að allir ljósvakamiðlar og þau fáu blöð sem eftir eru taki á fréttaumfjöllun af yfirvegun og vandvirkni. Fari varlega í að túlka málin. Við erum miklu betur komin þannig en í tilfinningarússi og "scenario" sukki.

Mikilvægt er að átta sig á eins og fram kemur af fréttinni að Bretar hafa tjáð vilja sinn...en það er ekki búið að ganga frá drögum að samningum og því allir endar lausir enn.


mbl.is Bretar fallast á eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þeir settu á okkur hryðjuverkalög beittu sér fyrir því að AGS frestaði lánafyrirgreiðslu og svo eigum við að hlusta á þá. Ég segi nei við látum málið fyrir dóm.

Sigurður Haraldsson, 18.2.2010 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband