1.2.2010 | 14:12
Kostnaður við heilbrigðis- og menntakerfi
Það er margt sem ber að athuga í útgjaldamálum ríkiskassans þegar betur er að gáð.
Einir þyngstu liðir útgjalda ríkisins eru heilbrigðismálin en þar á eftir koma menntamálin það er að segja þegar að ríkisrekin stóriðjupólitík er undanþegin og svo nú auðvitað öll fyrirtækin sem í raun eru rekin af ríkinu vegna þess að hið opinbera hefur fengið þau í fangið í kjölfar hruns.
Mig langar að benda á að ríkiskassinn (rikiskassinn.is) sem er aðgengilegur vefur á vegum fjármálaráðuneytis er með nokkuð skondna útreikninga á útgjaldaliðum og hvað hlutirnir kosta.
Samkvæmt þessum útreikningum kostar lungnabólga 727 þúsund ef hún er meðhöndluð í íslensku heilbrigðiskerfi, hjartaþræðing ekki nema 200 þúsund sem er lágt allavega ef miðað er við mjaðmakúluaðgerð sem samkvæmt þessu er dýrari og kostar 700 þúsund.
Ef hinsvegar er litið til menntakerfis er þar margt sérkennilegra upplýsinga.
Þar kemur fram að það kostar ríkið 2,4 milljónir að framleiða framhaldsskólanema á meðan það kostar einungis 600 þúsund að framleiða háskólanema. Nú veit ég ekki hvenær þessi síða var uppfærð en samkvæmt frétt frá Degi sáluga árið 2005 var ódýrast að mennta háskólanema við Háskólann á Akureyri og þá nam sá kostnaður 560 þúsund á nema á meðan að hann var 863 þúsund á nema við Háskóla Íslands. Það eru semsé fimm ár síðan það var greinilega nokkuð dýrara en nú er haldið fram.
Nú er ég nýbúin að þurfa að sitja og skila af mér svokallaðri sjálfsmatsskýrslu fyrir ferðamálafræði Háskóla Íslands og sé að kostnaður við hvern nema þar er 238 þúsund krónur þegar allur kostnaður er tekinn með (bæði beinn kostnaður, kennsluhluti launa fastra kennar, kostnaður vegna annara kennara, rekstrarkostnaður námskeiða og kostnaður vegna kennslutækja) - og auk þess kostnaður vegna sameiginlegrar stjórnssýslu, kostnaður vegna sjóða Háskólans og sambærilegra liða, vegna reksturs og viðhalds húsnæðis og hlutdeild í stofnkostnaði þessum tengdum.
Og þá spyr ég, miðað við að ekki er talið hægt að borga mannsæmandi laun kennurum sem aflað hafa sér sérmenntunar til að geta stundað kennslu á háskólastigi, og fyrirhugaðar eru 25% niðurskurður hið minnsta á háskólastiginu, hvað halda þá andans menn og ákvarðanatökufólk að við getum girt mikið niður um okkur og samt sagt að við ætlum að vera meðal 100 bestu háskólanna?
Vill fund um niðurskurð í heilbrigðiskerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Þegar stórt er spurt ....
Morten Lange, 1.2.2010 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.