Vandinn felst í þunglamaleikanum

Kostir sameiginlegs gjaldmiðils felast í útvíkkun sameiginlegs markaðar, fyrir litlar þjóðir hefur það verið  kostur í Evrópu samrunans. Stöðugleiki gengisins er eins kostur og var hvati fyrir margar þjóðir sem völdu að taka upp evrugengið, t.d Suður Evrópuþjóðirnar en margir muna kannski eftir öllum milljónum lírunum eins og verðlag var í Ítalíu fyrir upptöku evrunnar. Auðvitað má á móti segja að verðlag í ESB hækkaði um 20% að minnsta kosti í fátækustu löndunum sem gengu inn í myntbandalagið. Almenningur var blekktur, laun þorra almennings hækkaði ekki í takt við verðhækkanir, aukið frelsi t.d í frjálsu flæði fjármagns og vinnuafls þýddi að illa innrætt fólk sem fullt er af í viðskiptalífi og annars staðar misnotaði í meira mæli en áður vinnuaflið. Viðskiptalífið græddi á evrunni en ekki endilega almenningur eða venjulegir launþegar.

  Í hvítbók Evrópusambandsins frá 1992 var það tekið sérstaklega fram að stíf skilyrði væri grundvöllur þess að nýja samevrópska myntin væri í samanburðinum sterk og stöðugur viðmiðunargjaldmiðill í alþjóða viðskiptum. Á þeim tíma hentaði það vel Deutsche bank og drottnara Evrunnar en svo er með mörg manngerð kerfi að þau eiga sér sinn blómatíma en einnig hnignunarskeið. Stöðugleiki evrunnar og hátt gengi er þröskuldur þegar efnahagssamdráttur og skuldir plaga þjóðirnar.  Sama gamla sagan endurtekur sig, almenningur borga.

Vandi Evrópusambandsins felst í flóknu stigröðuðu kerfi þar sem þunglamaleiki ræður ríkjum og skjót viðbrögð við breytilegum aðstæðum er ekki til staðar.


mbl.is Mikill og djúpstæður vandi í evrulandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Efnahagshrunið her er afleiðing óstjórnar í fjölmörg ár.Hvernig dettur þeim í hug að sömu mennirnir og settu allt á hvolf geti rett við íslenskan efnahag. Það er hin mesta heimska,enda mun þjóðin hafna þessu fólki. Eg vorkenni þeim sem eru að bjoða sig fram í sveitarstjórnakosningum og vita ekki upp né niður um íslenskt þjóðfélag nema vera með í Elitunni sem rekur það áfram.

Árni Björn Guðjónsson, 17.1.2010 kl. 07:37

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sameiginlega mynt án sameiginlegrar efnahagstjórnar er bara heimska og var dauðdæmt ferli fá upphafi.

Það eru bara tvær leiðir út úr þessu víti úr því sem komið er:

1. Leggja niður evruna í þessum skuldsettu ríkjum.

2. Sameina efahagsstjórn á öllu evru svæðinu.

Guðmundur Jónsson, 17.1.2010 kl. 09:56

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir innlitið Árni og Guðmundur.

Ég held reyndar að svifaþungi Evrópusambandsins nái til allmargra málaflokka eins og málum er háttað. Evran er í vanda og Evrópuríkin eru neydd til að endurskoða myndsamstarfið, eðli þess og innihald áður en um langt líður. Um það getum við verið sammála.

Anna Karlsdóttir, 18.1.2010 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband