Endurskoðunin á regluverki og eftirliti með frjálsu flæði fjármagns þarf að vera víðtækari

Sumir muna eflaust eftir sérlegum krísu-fundi G20 landanna sem haldinn var í Tékklandi að mig minnir fyrir rúmu ári. Lítil sameining hefur orðið milli þeirra um hvernig beri að leysa þann vanda sem blasir enn við vegna fjármálahnignunar í heiminum.

Evrópa eða Evrópulöndin eru þó neydd til að taka á málum sameiginlega og það á ekki bara við um ríki  sem eru bundin efnahagslegum og pólitískum samruna gegnum Evrópusambandið - það eru fleiri lönd sem eru svo samtengd inn í Evrópu að þau þurfa að vera með í þeirri endurskoðun. Við erum að tala um sameiginlegt vandamál - og ekki einangruð þjóðmála-málefni.

Ég endurtek í 100aðasta skipti, þessi mál þarf að skoða kerfislægt og því er staðhæfing blaðamanns Financial Times kórrétt - Evrópa verður að styrkja sameiginlegt regluverk sitt. Það verður ekki gert með því að setja Ísland í skuldafangelsi.

Hins vegar er manneskjan í eðli sínu hégómleg og í pólitík leika menn sér að því að eyðileggja mannorð hvers annars ef það hentar. Homo politicus er sú týpa sem þarf að fylgjast með og vera viðbúin við að noti sér tækifærið í refskákinni um völd...en þá þarf líka að bregðast hratt við og leyfa homo politicus ekki að nýta sér slíkt tækifæri. Hagsmunirnir eru víðtækari en svo að þeir eigi að vera leiksoppur skammt-hugsandi tækifærissinna.

Vörðum leiðina að því að fjármálarústirnar og eftirstöðvar þeirra verði teknar til endurskoðunar með bætt regluverk að leiðarljósi sem ekki hnekkir meira á einni þjóð en annarri.


mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband