Ígildi stríðsyfirlýsingar eða kosningabobbi Bretaforingja

Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar eins og rekja má sig í gegnum blogg mitt gegnum tíðina að það þurfi að taka kerfislægt og alþjóðlega á skuldahalanum sem ofvirkir fjármálaspekúlantar söfnuðu í bráðræðisgræðgi undir nafni gróða og fallið er , eða er að falla á skattborgara víða um heim.

Icesave er eitt af þessum málum en þau eru fleiri um Evrópu og víðar. Innan Evrópusambandsins eru nú nokkrir ráðherrar (allavega sá hollenski) farnir að skilja að innistæðutryggingakerfið var meingallað og hefði aldrei getað stemmt stigu við afleiðingunum af þeim hömlulausu fjármálagjörningum sem megin freigátuforingjar sumra bankanna stóðu fyrir.

Það er von mín að þjóðaratkvæðagreiðslan hér verði til þess að knýja á um endurskoðun þessara mála kerfislægt.

Hins vegar er ég ekki sannfærð um það..ég bara vona það.

Haft er eftir Alistair Darling að málið verði reifað á vettvangi Evrópusambandsins og er það alls ekki óeðlileg yfirlýsing og þarf ekki að vera ígildi stríðsyfirlýsingar.

Sumir hafa haft í flimtingum að vegna þess að fyrirmenn breskra stjórnvalda séu í bobba óvinsælda sinna vegna og kosningar í nánd - muni þeir reyna að gera sig breiða á jafnvel óheppilegum málefnum, t.d eins og ígildi Falklandseyja-innrásarinnar forðum. 

Ég veit nú ekki hversu alvarlega maður á að taka því - en maður er nokkuð uggandi verður að segjast.

 


mbl.is Bretar leita til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Við getum þá kanski bent þeim góðlátlega á að þeir hafa áður tapað fyrir okkur einhverjum þrem þorskastríðum, eða hvað???

Falklandseyjastríðið var varla meira en smáskærur sem kostuðu líklega minni peninga en öll þrjú þorskastríðin við bretana til samans.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.1.2010 kl. 18:22

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Jú en ég held að við höfum ekki efni á enn einu stríðinu við Breta. Heyjum það frekar í ræðum og riti með rökfestu og komumst hjá því að nota "fýsisk" vopn.

Anna Karlsdóttir, 7.1.2010 kl. 09:11

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það að fara í eitthvað stríð í líkingu við þorskastríðin er ekki nógu gott. Það er rétt hjá þér að betra er að nota orð, ræðu og rit. En þau vopn hafa oft verið góð í gegnum tíðina.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.1.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband