Færsluflokkur: Vefurinn
28.12.2007 | 14:33
Að tryggja innlit!
Alveg eins og í bloggheimum eru ferðaskrifstofur á netinu í meira og meira mæli að standa fyrir ýmiskonar kosningum eða þrautum til að tryggja innlit á síðurnar sínar. Ferðaskrifstofan IgoUgo stendur fyrir skemmtilegum spurningakeppnum um staði sem heitir off the map. Þar er skoðendum/viðskiptavinum boðið að bera kennsl á staði. Hér er t.d ein skemmtileg. Spurt er hvar er þessi jarðlög að finna?
Ég myndi giska á að þau væru á eyjunni Gabriola í eyjabeltinu undan strönd Bresku Kólumbíu en ég er ekki alveg viss þó. Kannski geta einhverjir jarðfræðingar svarað þessu betur en ég.
Hér er önnur sem allavega nemendur mínir ættu að geta svarað!!
Hvar eru þessar stúlkur staddar?
Annars má líka skoða þetta á slóðinni.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)