Ísafjörðurinn og kollsteypur borgarísjaka

dsc01724.jpgMyndin er af brettinu í Ilullisat, einum helsta sölustað veiðibráðar þar í bæ. Brettin eins og þau kallast og eru sölubúðir hvalkjöts, selkjöts, fisks og annars ljúfmetis er að finna í flestum bæjum Grænlands og þar er heilbrigðiseftirlitið sjaldan langt undan og því er maður alveg öruggur. Næsta mynd að neðan af siglingu í lok apríl 2006 um Ísafjörðinn þar sem við lokuðumst inni í Ísjakadal (það var svolítið angistarvekjandi - sérstaklega þegar að sumir borgarísjakanna voru að kollvarpast eða steypa niður jökum í sjóinn).

Það er góð frétt að tengingum til Grænlands sé að fjölga því að víst er að Grænland með allar sínar dýrðir er frábært heim að sækja. Hinsvegar hefur mér stundum fundist vanta á hugsun í hina átttina, að fylla vélarnar tilbaka. Alveg eins og að fjölmargar ferðaskrifstofur og flugfélög hafa gegnum tíðina flogið til Spánar, eins vinsælasta áfangastaðar Íslendinga í útlöndum, en mjög lítið hefur verið um ferðaflæði tilbaka, þ.e að Spánverjar nýti sér flugtengingarnar til að sækja Ísland heim. Ég lenti svosem í því líka fyrir tveimur árum síðan að þurfa að fljúga milli flugmannanna í cockpittinu á dash8 vélinni sem var tóm af farþegum...sjá færslu. Ég sat einnig í hálfri vél frá Nuuk til Reykjavíkur þá.Sjónvarpshúsið í Ilullisat

Ég veit að mörgum Grænlendingum þætti gott að geta flogið í gegnum Ísland og nýta tengingar þaðan til margra átta sérstaklega í Norður Ameríku tengingunum. Sérstaklega ef að farið er á samkeppnishæfu verði við AirGreenland og SAS. 

Ég var svo ægilega ánægð með beina flugið í sumar til Nuuk og ætlaði aldeilis að nýta mér það til að fara á ráðstefnu ICASS (International Circumpolar Association in Social Science), alþjóða heimskautaráðstefnu í félagsvísindum....en farið var 100 þúsund, hótelið hefði verið annað eins (ef ég hefði verið heppin) og uppihald það líka (fyrir utan svo auðvitað ráðstefnugjaldið). Það er meira en ruppinn og háskólakennarinn ég hafði bolmagn til, þó ergilegt væri.

sleðahundar og ísþurrkuð bráð á stultum

Þannig að það er ekki hægt að  segja að Grænland sé eða verði í bráð eitt af ódýru áfangastöðunum, en vissulega er það eitt af áhugaverðustu áfangastöðunum í nágrenni okkar og því gott að tengingarnar eru margar.ferðaskrifstofa Grænlendinga í Illullisat Ég fer kannski bara að íhuga að skella mér almennilega á Austurströndina sem ég á alveg eftir að stúdera til botns. Ég veit um skála sem að kunningjar mínir eiga hlut í, sem ég fæ kannski gistingu í. 

Gleymdi að segja: Gott framtak og "vision" hjá flugfélaginu. Vei þeim sem að því standa.

 


mbl.is Grænland vinsæll áfangastaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband