Valdasjúkur kúgari

Manni hefur bara orðið orða vant við röð frétta af meintum og langvinnum glæp ódáðamannsins Josef F síðustu viku. Hann er svo mikill tyran að leita þarf lengi að einhverri hliðstæðu.

Ég er annars búin að vera að horfa á þættina "kongemordet" byggða á skáldsögu Hanne Vibeke Holst um ofbeldisfullan forsætisráðherra kandidat í danska sjónvarpinu. Eins og höfundurinn hefur útskýrt er ein helsta aðferð manna (í einkalífi, í opinberu lífi, milli þjóða osfrv.) að leita á náðir hins frumstæða valds sem liggur í ofbeldi ef ekki vill betur. Oftast verða konur (og börn) fyrir barðinu á slíkum kúgunaraðferðum. Það er þó sjaldan að faðir veldur afkvæmi sínu svo langvinnan og ógeðfelldum glæp og um getur. Mamman, í þessu tilfelli móður dótturinnar og kona Josef hlýtur hreinlega að hafa verið svo kúguð að hún hefur ekki haft sjálfstæðan vilja. Eða hann hefur kannski verið barin úr henni fyrir löngu. Mér finnst samt skrýtið, með það innsæi sem konur hafa oft, að hún hafi ekki hugsað sitt.

Það er með ólíkindum að nágranna eftirlitið hafi ekki verið meira í smábænum austuríska og óskandi að það hefði verið meira.  

Megi hann vera fundinn í fjöru!  

 


mbl.is Fritzl vill ekki fara úr fangaklefanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sérfræðingar teja manninn haldinn geðklofa.
Hann sætti hroðalegum misþyrmingum og kúgun af hálfu móður sinnar.

Sjá
"Josef Fritzl: The making of a monster"
http://www.independent.co.uk/news/europe/josef-fritzl-the-making-of-a-monster-820370.html

Sjá einnig:
"Den österrikiske rättspsykologen Reinhard Haller anser moderns misshandel troligen har skapat ett maktkomplex hon honom, det vill säga ett starkt behov av att utöva makt över andra."
http://www.expressen.se/nyheter/1.1146675/barndomen-gjorde-honom-till-monster

Ragnar (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er búin ad vera ad lesa mjög athyglisverda bók fyrir svefninn undanfarid sem endavendir hugmyndum manns um illsku í gard annara. Hún er eftir Christian Jungersen og heitir undtagelsen, hefur fengid fjölda verdlauna og er thýdd á um 15 tungumál. Ég mæli med henni.

Anna Karlsdóttir, 6.5.2008 kl. 08:43

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Félagslegur arfur er thví midur algengur thegar kemur ad andlegu, líkamlegu ofbeldi og pedófílu.  Eftir stendur samt ad fórnarlömb eru engu bættari.

Anna Karlsdóttir, 6.5.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband