Vinnukonan í (fílabeins)turninum!

Jæja, þá sit ég hérna í turninum mínum og hlusta á Susanne Vega. Sat til hálf sex í morgun að reyna að klára kafla sem að ég var auðvitað á síðasta snúning með, eins Önnulegt og það er nú. Það var fyrir öllu að ég náði síðasta fresti, gat sent skjölin rafrænt yfir á vesturströnd Norður Ameríku - ég græddi á tímamismuninum.

Það vakti ýmsar minningar - þegar ég var á "i tyverne" höfðum við þann sið að sitja fram á miðjar nætur og vinna hérna við Norður Atlantshafs svæðasetrið sem ég var að læra við. Eftir að ég varð þrítug átti ég orðið erfitt með að næturvökur og vinnu, eins og ég naut þeirra rósemdarstunda áður. Ég var því eiginlega hissa yfir að ég væri ekki alveg úldin. En ég er hress og í góðu stuði (lesist: vinnustuði).

Ég er aftur komin í stúdentagarða-pakkann þó það verði einungis um sinn, í þetta skiptið. Ég yngist bara öll í anda. Hér er allt strípað og ég kemst að því hvað maður kemst í raun af með lítið. Það er ótrúlegt frelsistilfinning sem fylgir því. Maður þarf lítið annað en einn disk og svo einhver hnífapör, rennandi vatn, eitthvað til að elda á,rúm til að sofa í og síðast en ekki síst lúxus þann að vera í sambandi við alheiminn gegnum tölvu. Hér er meira að segja svarthvítt sjónvarp - Það er hreinlega ekki hægt að kvarta í svona lífsins lystisemdum. 

Ef ég á að hugsa um eitthvað sem ég sakna, þá er það helst að faðma ekki strákana mína á meðan að ég er hérna og svo klappa kettinum. 

Þegar ég vaknaði loks um hádegisbil, eftir að einhverjir stúdentar höfðu vakið mig í morgunsárið alveg logandi fullir (það er svona sem lífið er hjá þessum ungu háskólastúdentum!) dreif ég mig á bændamarkaðinn á miðju Dómkirkjutorginu. Það fyrsta sem ég keypti voru að sjálfsögðu blóm, í þetta skiptið túlípanar. Þó gengið íslenska sé ekki hliðhollt í augnablikinu og það sé orði hálfdýrt að vera hér í Danaríki allt í einu, þá þarf íslenska krónan að lækka talsvert meira gagnvart dönsku gengi til að ekki borgi sig lengur að kaupa um tuttugu túlípana miðað við íslenskt verðlag.

Uhm, ég naut þess að ganga um hið gamla biskupsvígi og kaupa perur, kartöflur, aspargus, makríl og fleira gott. Mikið vildi ég óska að svona kúltúr væri til heima.  

Nú koma sveitavargarnir frá Selsö slot í kvöldmat til mín. Ég vona að ég eigi nóg að hnífapörum til að gefa þeim að borða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Það er svo rosalega gott Þrymur. En auðvitað kannski enn betra af því maður veit að það er einungis tímabundið. Ísland er nú alltaf best.

Anna Karlsdóttir, 5.4.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband