Hliðstæða við fjármálakreppuna í Asíu 1996/7

Ég hef ekki trú á að núverandi fjármálakreppa muni standa lengur en eitt, tvö ár - en í millitíðinni getur jú margt færst á verri veg fyrir samkeppnisstöðu Íslendinga í hnattvæddu efnahagskerfi, því miður.

Eitt einkenna nútíma frelsis í alþjóðafjármálum er uppspretta nýrrar atvinnustéttar fjármálaspekúlanta sem ekki eru allir vel innrættir eins og sannast hefur. Það er fyrir tilstuðlan manna eins og Hugh Hendry og fleiri að almenningur hér í þessu landi hefur alla ástæðu til að hafa varann á gagnvart orðum og yfirlýsingum bankafólks, jafnvel yfirlýsingu stjórnvalda sem með fjármálapólitík fara í landinu.

Vörum okkur á apaeðli bindiskallanna. Margar Asíuþjóðir þurftu að súpa seyðið af viðlíka öpum fyrir rúmum áratug. Mér finnst einhvern veginn þetta lykta af svipaðri framvindu og þá.

Ég hitti einmitt í Brasilíu á dögunum mann af japönskum ættum sem að sagðist vera að upplifa góssentíð í ýmiskonar fjárfestingum í Evrópu þessa dagana. Hann elskaði svona óöryggi á alþjóða-fjármálamörkuðum, sagði hann, því þá væri windows of opportunity opið, eins og hann sjálfur orðaði það.

Í sjálfu sér skil ég alveg að fólk leiti sér viðurværis við að leita tækifæra í spekúlasjónum á fjármálamörkuðum, auk þess sem spákaupmennsku hefur ekkert smá verið hampað síðastliðinn áratug um allan heim.

Einhverra hluta vegna fæ ég eitthvað óbragð í munninn - fæ svona afætu-tilfinningu þegar ég les frétt um sérvitringinn Hugh Hendry og það sem mótíverar hann í lífinu. 


mbl.is Vildi gera Ísland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband