Karlmenn haga sér betur í návígi við konur!

 Ég var stödd á athyglisverðum hádegisverðarfundi rannsóknarstofu í kvenna og kynjafræðum þar sem Alyson J.K Bailes gestakennari í stjórmálafræði við HÍ var með erindið:  New Dimensions of Security - are they good for women and are women good for them?

Þó stjórnarseta kvenna í fyrirtækjum væri ekki viðfangsefnið var einn spyrjenda úr sal að velta þessu fyrir sér í tengslum við norsku leiðina og vildi fá álit Alison.

Þar kom fram að eftir fremur hávær mótmæli um kvótaleiðina í Noregi hefðu flestar raddir hljóðnað strax um ári eftir að lögin voru innleidd, einfaldlega vegna þess að hagnaður fyrirtækja með aukin fjölda kvenna við stjórnvölinn hafði aukist að meðaltali um 15-20%.

Þetta var athyglisvert og tilgáta stjórnmálafræðingsins sem mér finnst bráðsniðug, var að karlmenn reyna að standa sig betur þegar að konur eru í návígi og þeir haga sér betur, leyfa sér síður að verða kærulausir og fara á fyllerí saman eða horfa á fótbolta á stjórnarfundum.

Þetta var auðvitað sagt í gríni en það er eitthvað um þetta samt! Mér fannst þetta allavega bráðsniðugt. Eins og Alyson sagði, þetta er ekki spurning um að konur þurfi ekki á karlmönnum að halda, það þurfum við svo sannarlega eða að minnsta kosti ég, þetta er spurning um að vinna saman.


mbl.is Kynjakvóti bundinn í lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem hásetar á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem skipstýrur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem stýrikonur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem netakonur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem baader kona á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem bátskonur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem múrarar, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem píparar, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem rafvirkjar, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem smiðir. Meðan sá listi kemur ekki fram þá er þetta ótrúverðugt og sýnir að sumar konur vilja bara fá rjómann af kökunni fyrir það eitt og sér að vera kona og það styð ég engan veginn.

Sævar Einarsson, 31.1.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

"Hvað er svona merkilegt við að vera karlmaður?", voru það ekki Grýlurnar sem sungu það? Mér sýnist Sævarinn einmitt hafa búið til karíkatúr af því að um leið og 100 karlar bjóðast til að læra að verða leikskólakennarar er múrinn kannski rofinn og konur bjóðast til að taka af körlum þau störf sem krefjast fjarveru frá heimili - eða hvað? Konurnar 100 vilja auðvitað ekki bara fá rjómann heldur líka fá rjómann og mér finnst það ekkert merkilegt. Konurnar 100 eru ekki "bara konur" heldur með reynslu sem ætti að gera mörg stórfyrirtækjanna betri.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 31.1.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég veit að minnsta kosti um 100 konur sem hafa verið á sjó, alltaf gaman að skoða sögulegt yfirlit Þórunnar Guðmundsdóttur um sjókonur frá 1880-1980. Bendi þér á tölfræði hagstofunnar en eins bara útsýnistúr um heiminn kæri sævarinn, og eins eru að minnsta kosti 100 konur smiðir og 100 rafvirkjar osfrv. Að öllu gamni slepptu finnst mér fyndið að sævarinn sé með hundshaus.

Anna Karlsdóttir, 31.1.2008 kl. 22:17

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er enginn rjómi, Þrymur, til að fleyta með fitusprengingu á mjólk, nema þú kaupir nýmjólkina frá Bíóbúi

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.2.2008 kl. 08:01

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

haha strákar þið eruð svo fyndnir!

Ég held að mér finnist mjólkin frá bíóbúi best - kaupi hana frekar ef ég á kost á.  Annars er rjómi góður en ansi fitandi ef maður lifir bara á honum. Ég aðhyllist bæði rjóma, mjólk, undarennu og mysu. Allt er gott í hófi.

Anna Karlsdóttir, 2.2.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband