Nýrri aðferðafræði beitt í rannsóknum á loftslagsbreytingum

Vísbendingarnar sem vísað er til í umtalaðri rannsókn sem ályktar um miklar breytingar á hafstraumum í Norður Atlantshafi undanfarna áratugi er ein fjölmargra sem hver um sig hafa lagt fleiri og fleiri púsl í stærra samhengi. Þannig hefur mörgum stoðum verið rennt undir þá kenningu að hafstraumar og efnafræði hafsins hafi meiri áhrif á veðurfar almennt en áður var talið.

Kórallar

Mér finnst reyndar smá annmarki á fréttaflutningi þessum þar eð ekki er vísað beint í umrædda vísindagrein en umfjöllun um hana á ólíkum vettvangi. Mér finnst alltaf skemmtilegra að tékka á frumheimildum.

Ég fann greinina eftir nokkra leit í proceedings of the National Academy of the Sciences in United states of America. Hún ber heitið

 

 

Nutrient regime shift in the western North Atlantic indicated by compound-specific δ15N of deep-sea gorgonian corals

 Þar Kemur fram að notuð er ný aðferðafræði til að mæla efnainnihald í vaxtarhringjum kóralla. Óvíst er hversu óyggjandi niðurstöðurnar eru þó áhugaverðar séu þar eð þetta er fyrsta slík rannsóknin. En ljóst er að hún styður enn frekar fyrri rannsóknir þó með nýjum aðferðum sé..

Í abstract/útdrætti kemur þetta m.a. fram:

 

In the Northwest Atlantic off Nova Scotia, coral δ15N is correlated with increasing presence of subtropical versus subpolar slope waters over the twentieth century. By using the new δ15N-AA approach to control for variable trophic processing, we are able to interpret coral bulk δ15N values as a proxy for nitrate source and, hence, slope water source partitioning. We conclude that the persistence of the warm, nutrient-rich regime since the early 1970s is largely unique in the context of the last approximately 1,800 yr. This evidence suggests that nutrient variability in this region is coordinated with recent changes in global climate and underscores the broad potential of δ15N-AA for paleoceanographic studies of the marine N cycle.

 

  Megin hafstraumar í Norður Atlantshafi

 


mbl.is Breyttir hafstraumar stýra veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband