Kasínó kapitalismi og trúarhreyfingar viðskiptanna

Susan Strange uppnefndi alþjóðlega fjármálakerfið þessu myndræna nafni - Casino capitalism árið 1986.

Ron Martin sem skrifaði bókina "The economic geography of money" skrifaði:

"The geographical circuits of money and finance are the "wiring" of the socio-economy....along which the "currents" of wealth creation, consumption and economic power are transmitted...money allows for the deferment of payment over time-space that is the essence of credit. Equally, money allows propinquity without the need for proximity in conducting transactions over space. These complex time-space webs of monetary flows and obligations underpin our daily social existence."

Nassim Taleb hittir naglann á höfuðið þegar hann setur tíma-rýmis samdráttinn í samhengi og segir að nú sé hægt að rústa hagkerfi á nóinu með tölvu- og samskiptatækninni einni saman.

Rafrænu tengingar fjármálakerfisins á alþjóðavísu og yfirfærslur í cyberspace eru vírarnir og félagshagfræðin er fólkið sem kemur sér upp ákveðinni skilvirkri hegðun í kerfi þar sem eru ákveðnir hvatar til að græða peninga.

Fjármál eru samkvæmt Peter Dicken (sem skrifaði Global Shift) eitt af mest umdeilanlegu hagrænu atferlunum vegna sögulegra tengsla þeirra við sjálfstæði þjóða. Allt frá því að elstu þjóðríki heims byrjuðu að myndast hefur sköpun fjármagns og drottnun yfir því verið álitið miðlægt fyrir viðurkenningu og afkomu.

 David Harvey hefur sagt að hver kreppa og missir fjármagns beri með sér tilfærslur efnislegs auðs (verðmæta). Þannig séu krepputímar tímar tilfærslna á fjármagni og auði. 

Segja má að Nassib Taleb hafi á réttu að standa þegar hann bendir á að tölvu og samskiptatækni og fjármálaverkfræði saman hafi orðið til þess að enginn hafi skilið kerfið og því hafi getað farið sem fór, en hann ræðst ekki á rætur illgresisins nema að takmörkuðu leyti af því að sá tilbúni væntingaauður sem festi sig í bókhaldi fyrirtækja var bara bóla. Það er því ekki sá bólgni auður sem allur færist um heimsbyggðina landa í milli, svæða í milli, ríkis og fyrirtækja í milli, fólks í milli -heldur töluvert rýrari summa sem allir reyna að kraka aðeins úr.

Auður er skilgreindur mismunandi á mismunandi tímum og gott dæmi um það er dæmisaga Kanadíska blaðamannsins Mark Kurlansky sem skrifaði hina margfrægu bók "Cod". 

Vegna þorsksins hafa stríð verið háð og bylting brotist út. Heilu hagkerfin hafa risið og riðað til falls - allt frá Boston til baska - þorskaðli til þræla, kaþólikkum til konunga, sjómönnum og sælkera.

Svo var þorskinum fyrir að þakka að á átjándu öld hafði Nýja England öðlast sess sem alþjóðlegt viðskiptaveldi í stað þess að vera aðeins fjarlæg nýlenda sem hungrið vofði yfir.

Í Massachussets var þorskurinn ekki lengur bara matur, heldur var hann nánast tilbeðinn. Þorsk-aðallinn var hópur fólks sem átti auð sinn að þakka þorskveiðum allt aftur til 17.aldar og sem dýrkaði fisktegundina mjög opinskátt (á peningum komu þorskar fyrir, húsakynni voru prýdd myndum af honum osfrv.)

Við erum komin svo langt í tækninni og svo mörkuð af kasínó kapitalismanum í samtímanum að við áttum okkur ekki alltaf á að verðmætin sem verið er að sýsla með eru óhaldbær symbólsk kerfi sem þó geta ráðið örlögum fólks, lífi og dauða.

Mér finnst reyndar Nassim Taleb nokkuð glöggur þegar hann líkir fjármálakerfinu og örlögum þess við trúarkerfi þar sem menn misstu sig í ofsatrú.

Skrýtið að eitthvað svo ofur-óhaldbært sé svo haldbært þegar kemur að afdrifum fólks! 

 

 

 

 


mbl.is „Þið settuð Ísland á hausinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband