Herbalisti prófar sig áfram

Nú er svo komið að ég þarf að fara að færa út kvíarnar og fá meira rými til að þurrka allar jurtirnar sem við höfum verið að safna að undanförnu.  Stofuborðið bognar undan jurtum af ýmsu tagi sem eiga að veita yndisauka og lina þjáningar á næsta vetri.

Mjaðurtabunkinn er farinn að þorna og hann mun veita gleði í formi drykkjar.

Gulmaðran mun einnig veita ánægju í formi tes

Blágresið er búið að hvíla í olíu um stund og mun verða að nuddolíu þegar hún er tilbúin

Kerfilsfræin munu fara í brauðgerð

Ég bjó til yndislegan sumardrykk úr kerfilsblómum - þetta er sannkallaður sumarsmellur - ekkert betra en blómasaft þegar sólin skín og gróðurinn horfir á mann montinn.

Birkið er notað í ýmsar veigar

rauðsmárinn verður að lyfi

klóelftingin verður að linandi og græðandi áburð

blóðbergið fer í drykk og krydd og hvönnin sömuleiðis

Ég er búin að þurrka papayafræ sem munu notast ef einhver fær magakveisu

Ég fann umfeðming - sem ég ætla að rannsaka betur hvaða eiginleika hefur upp á að bjóða..

vivia cracca

og svo er ég auðvitað að rækta kryddjurtir og salöt af ýmsu tagi villt og galið í bakgarðinum.

Allt þetta yndislega  og meira til hefur íslensk náttúra upp á að bjóða yfir sumartímann  - njótið tímabilsins því vel.

Þetta útskýrir kannski að einhverju leyti afhverju ég er orðin svona löt að láta heyra frá mér hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir færsluna.  Getur örugglega veitt  fólki innblástur :-)

Morten Lange, 22.7.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband