Yfirhylmingar Íslendinga á sér og sínum stofna hispurslausri rannsókn í hættu

Ég er nokkuð viss um að hér ganga hlutir of hægt fyrir sig - það er eðli smásamfélagsins að hlutast til um félagslegt kontrol á mannskapnum en yfirhylmingar eru líka hluti af því. Við eigum náttúrulega fjölmörg dæmi um þetta í öðru en sem tengist fjárhagsafbrotum. Það er til dæmis mjög algengt að kynferðisbrotamenn gangi um samfélagið  þrátt fyrir rökstuddan grun um brot afþví að það er hefð fyrir að þagga niður í börnunum sem hafa orðið fyrir misrétti. Í aðeins stærra samhengi er það sama uppi á teningnum í Íslensku samfélagi nú er varðar fjárhagsglæpi og vanrækslu almenningshagsmuna.

Ef maður lítur í gegnum blöðin á degi hverjum má sjá mark þess að yfirhylmingar og afneitun eru á hverju strái þessa dagana.

Þannig þurfti ekki meira til en að virtur prófessor af íslensku bergi brotin og sem hafði verið skipuð í rannsóknarnefnd alþingis úttalaði sig almennt við háskólablaðið Yale Daily news (sjá grein) um sýn hennar á orsök atburðarrásarinnar frægu (hrunið) að allt varð vitlaust. 

Hún passaði ekki inn í viðtekið mynstur þorpsins um þöggun og afneitun. Samkvæmt fréttablaðinu kvartaði fyrrverandi forstjóri fjármálaeftirlitsins yfir þessum meiðyrðum (sem er mjög erfitt að koma auga á í upprunalegu heimildinni) við nefndina. Í kjölfarið bauð formaður nefndarinnar henni stórmannlega að víkja hljóðlega (eins og að læðast) útúr nefndinni. Tusstuss! Þegiðu og vertu sæt!

Það mál er því fáránlegt dæmi um hvernig einn þeirra sem bar ábyrgð á vanrækslu eftirlitsskyldu með fjármálastofnunum gat beitt áhrifum sínum til að reka viðkomandi úr nefndinni. Jónas Fr. er greinilega ekki mjög reflexiv maður - hefur eigi áttað sig á eigin mistökum eða ætlar sér það bara ekki eins og virðist vera um marga þeirra fyrrum fjármálamógúla sem sviku meðvitað eða ómeðvitað útúr stjórnvöldum fyrirtæki og fé.

Ég er því ekki hissa á að manneskja með bein í nefinu eins og Eva Joly sjái í gegnum margt sem hér er á ferðinni.

Ég sat annars fund norræna þróunarsjóðsins í síðustu viku í Stokkhólmi og hitti þá mann að nafni Harald sem vinnur fyrir norska utanríkisráðuneytið og er sérfræðingur í að spotta spillingu í lánum til þróunarlanda. Hann vinnur náið með fyrrnefndri Evu og vildi frá mér fá útskýringar á tilhögun og ráðahag tengdum ráðningu hennar við rannsókn á fjármálahruninu. Ég tjáði honum það litla sem ég vissi og sagði jafnframt að eitthvert kurr hefði heyrst frá þjóðinni/almenningi/einhverjum að umsamin hýra þætti talsverð mikil miðað við að markmiðið var að fljúga inn og út og veita ráðgjöf í helstu málum.

Það kom honum á óvart og taldi Evu ekki gráðuga manneskju þó að hún hefði sannarlega athyglisþörf og léti ekki segja sér fyrir verkum. Hann kvaðst ætla að spyrja hana betur út í ráðahag ráðningarinnar á Íslandi.

Hann sagði að hún væri til dæmis sannfærð um að Aker group veldið væri gjörspillt og með margt óhreint í pokahorninu en hefði ekki enn fengið umboð norskra stjórnvalda til að skoða það mál betur enn. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Aker eign Kjell Inge Rökke sem er stórfrægur athafnamaður (allavega tvisvar dæmdur fyrir frekar skondin fjármálatengd og svindltengd lögbrot). Það var einmitt Aker sem var eitt þeirra tveggja fyrirtækja sem sóttu um leyfi til rannsóknarborana á Drekasvæðinu um daginn.

Ég er sannfærð um að ef að Eva Joly hættir að þá er ráð að fara að líta útfyrir landssteinanna að framtíðartækifærum frekar en að hýrast í spillingarbæli sem ekki vill læra af reynslunni.


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það stóð aldrei til að rannsaka eitt eða neitt. Allt stjórnkerfið ásamt stjórnmálamönnum er flækt í sukkið. Þeir hafa örugglega fengið sinn skerf af ránsfengnum og kæra sig ekki að það verði upplýst.

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 17:26

2 identicon

Áður en fólk missir sig vil ég benda á að það er raunverulega hætta á því að mál verði felld niður ef saksóknarar tjá sig með þeim hætti sem Joly og Yale-prófessorinn gerðu. Þetta vita þau líka bæði, og er illskiljanlegt af hverju þau gera þetta.

Það er öllum í hag að rannsóknaraðilar tjái sig ekki í fjölmiðla, og það hefur ekkert, alls ekkert að gera með hvort það sem þau segja sé satt eða augljóst eður ei.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:52

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Nú ætla ég ekki að fara að alhæfa um hvað Eva tjáði sig þar eð ég missti af viðtalinu í sjónvarpinu - en ég sé ekkert, hreinlega ekkert, þó ég leiti með stækkunargleri að einhverju stuðandi í svörum Sigríðar Benediktsdóttur við spurningum blaðamanns Yale daily news.

Anna Karlsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:40

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi ykkur vel kæru heimamenn !!!

og kær kveðja til þín kæra anna

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.6.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband