Urban citizens and animal welfare

Norður Ameríkumenn (Bandaríkjamenn og Kanadamenn) hafa fyrir löngu bannað innflutning frá öðrum ríkjum á dauðum villtum sjávarspendýrum eða afurðum þeim tengdum. Þannig hef ég setið á Grænlandi með vinum mínum frá frönsku Kanada sem gjarnan vildu kaupa selskinn eða einhvers konar minjagripi (sem oftar en ekki voru selskinnklæddir) en máttu ekki taka gripina með sér yfir landamærin og urðu því að láta sér nægja að taka myndir af villimennskunni.

Evrópuþingið hefur nú riðið á vaðið í þessum heimshluta og sett varnagla við innflutning á sela-afurðum. Ég fæ hreinlega ekki séð að það muni skaða annað hjá Kanadamönnum en þá aðila sem stundað hafa skinnaútflutning, en ég hélt svosem að Rússarnir væru iðnastir við að kaupa þau í pelsa. Ekki hafa Evrópubúar verið að nota seli mikið til manneldis, nema fitan sé nýtt í snyrtivöruframleiðslu (maður veit aldrei). Vinir mínir grænlenskir í Danmörku fá sitt kjöt frá Grænlandi sem hvorki er hluti NAFTA né Evrópusambandsins svo að þar ríkja sér-reglur enda DK og Grænlandi undir sömu krúnu.

Ætla svona í lokin að viðurkenna að ég hef (fyrir mörgum árum, tek ég fram) smyglað æðafugli til átu frá Grænlandi (mig langaði svo að smakka og pabbi vinkonu minnar átti hálf-fulla frystikistu af fiðruðu fé sem hann hafði safnað til vetrarins), eins reyktu og þurrkuðu hvalkjöti,  bjarnarkjöti frá Norðvesturfylkjum Kanada, hreindýrakjöti frá Finnlandi og svo mætti væntanlega lengi telja. (Ég verð vart látin svara til saka fyrir það þar eð þessi mál ættu að vera fyrnd í dómskerfinu).

Verð síðan að láta fylgja að einn af neikvæðari fylgifiskum borgvæðingar er uppblómstrun conspicious consumption - eins og Marx gamli orðaði það. Það er aðskilnaður heimilis og framleiðslu verður enn meiri og innsýn borgara í framleiðsluhætti firrist. Í hnattvæðingunni eru auðvitað ýktustu dæmin um það. 

Afurðir gamalla veiðimannasamfélaga sem byggt hafa á nauðbjörg öldum saman verður allt í einu hluti af óhugnalegustu drápum mannkynssögunnar og vel menntað fólk leggur mikið á sig til að fara langar leiðir og mótmæla óhugnaðinum.

Á meðan keyra hlassfullir bílar framhjá á hraðbrautinni fullir af kjúklingum og svínum á leið til slátrunar.

Dolla dýraverndunarsinni situr í rútunni á leiðinni til Ottawa eða Brussel til að mótmæla seladrápum, henni finnst hún upphafin - hún hefur köllun, hún hallar sér aftur í sætinu og gæðir sér á beikonsamlokunni sinni.

 


mbl.is Banna innflutning selaafurða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Ágætt hjá þér að benda á tviskinnunginn og skinhelgina í þessu. En nú tildags virðist sjaldgæfara að finna ungt fólk með hugsjónir. Flestir þeirra vill bara pening fyrir pizzu, farsíma og flugmiða til Brasilíu.

Arnar Pálsson, 5.5.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband