Flokkar og fjármagnshæfi

Hvernig er hægt að treysta flokkum sem að fara illa með fjármagn fyrir fjármagnslagagerð? Hvernig er hægt að treysta flokkum sem að raka til sín "illa fengið fjármagn" á vafasömum forsendum, einskonar smurning í flokksmaskínuna til að fara með hagstjórn lands fyrir hönd þjóðarinnar? Hvernig er mögulegt að þvo hendur sínar af slíkum gjörningi - benda á aðra og sá eini sem tekur ábyrgð er farin úr stjórnmálum og því í hlutverki Barrabas í raun.

Það er kannski táknrænt að uppþotið gerist á páskahátíðinni. 

Það er eitthvað rotið við það nú kannist allt í einu enginn (nema Geir, aumingja maðurinn hann er allt of viljugur til að láta gera sig að fífli) við að hafa verið að tryggja tengsl milli fyrirtækja og flokka, með m.a peningagjöfum.  Það er líka eitthvað rotið við það að framsóknarflokkurinn ætli ekki að upplýsa um gefendur  til þess flokks. Eins er svolítið annarlegt að Bjarni Ben veit hver bað um lánin en ætlar ekki að upplýsa það að svo stöddu, Kjartan átti engan þátt í þessu en veit hver gerði það og upplýsti núverandi flokksforystu um það en ætlar ekki að segja fjölmiðlum hver eða hverjir það eru. Guðlaugur mobiliserar 13 flokksfélögu sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu til að senda varnartilkynningu um hreinan skjöld sinn.  Ég man ekki betur en að áfengið hafi flotið og sushiið skriðið uppúr borðum í rándýrri prófkjörsbaráttu árið 2007.

Maður hlýtur að spyrja sig afhverju kostar svona ógnarfjárhæðir að reka flokksapparöt ef að hugsjón, málstaður og framtíðarsýn stýrir verki?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir er sú sem kemur lang best út úr þessu. Hún talar tæpitungulaust og hennar skilaboð eru skýr. En svo birtist af henni mynd í fréttablaðinu þar sem er eins og henni hafi verið úthýst af þingflokksfundi sem fram fór á hinum háheilaga krossfestingardegi.

Einu framboðin sem að koma útúr vorhreingerningu þessari sem nokkuð hreinog óspillt öfl eru vinstri grænir og frjálslyndir og svo nýju framboðin lýðræðishreyfingin og borgarahreyfingin (enda enn óskrifuð blöð sem áhrifaöfl í íslenskri pólitík).   Samfylkingin bjargar sér fyrir horn með því að upplýsa gefendur meðan að rekstur hefur sýnilega verið í algerri óreiðu (miðað við umfang tapsins). 

Ég spyr aftur - hvernig má ætla að stjórnendur flokka sem hafa farið svona að ráði sínu með sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi hafi einhverja hæfileika til að leiða land og lýð útúr þeim ógöngum sem við erum í?

Ég vona að nú sé komið að hreinsun sem að leiði til endurfæðingar skynsamari gilda.  Það er ekki eðlilegt að stórfyrirtæki séu ríki í ríkinu í okkar örríki (eins og sérstaklega bankarnir en einnig önnur stórfyrirtæki voru) -sú samþjöppun peninga og valds er óæskileg að öllu leyti, þó ég sé einmitt sammála því að bestur sé öfgalaus fjölbreytileikinn - einhvers konar balans milli andstæðra hugmyndafræði um hvernig þróun þjóðar og samfélags sé best hagað.

Tek það síðan fram að ég hef aldrei tekið á móti fyrirtækjastyrk af neinu tagi til neinnar þeirrar starfsemi sem ég hef haldið utan um á liðnum árum. Ég hef ekki notið annara styrkja frá opinberum stofnunum en úr þess tilgerðum sjóðum (rannsóknarsjóðum) en þó minnst íslenskum nema í tvígang hef ég þegið aðstoð frá sjávarútvegsráðuneyti til rannsókna og hef margsinnis þakkað þá styrki í riti enda okkur akademikerum uppálagt að styrkveitingar séu vel rekjanlegar og upplýstar hverju sinni (enda fæ ég ekki séð hverjum það gæti gagnast að þeim væri haldið leyndum!!!!!!!).

Ég fékk þó jólagjöf frá Kaupþingi jólin 2006 en það var svört svokölluð brauðkarfa úr taui (forljótur gripur sem ég er alveg til í að skila enda lítt notaður og gjörsamlega illa funktionel !).

 


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha aldraðir foreldrar mínir fengu sitt hvora brauðkörfuna og pabbi sem er mikill húfumaður hélt að þetta væri húfa og fannst hún ekki vera í normal stærðum þegar hann reyndi hana og fannst þetta fádæma rugl að vera að senda fólki þetta!!!!!

Selja (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Mikið er ég sammála honum pabba þínum.

Anna Karlsdóttir, 15.4.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband