Konur og framlag þeirra til samfélagins

Landnámssetrið er vel að verðlaunum Eyrarósarinnar komið. Ég var búin að spá þessu þó að Eyrbyggja - sögusetur í Grundarfirði hefði líka átt skilið að fá viðurkenningu. Ég var búin að spá að Skaftfell fengi ekki verðlaunin að þessu sinni þó að forsvarsmenn þess hafi sýnt ákveðið þrekvirki þar eð lungAð á Seyðisfirði fékk verðlaunin fyrir skömmu.

Kjartan Ragnarsson er forstöðumaður landnámsseturs en á bak við hann er kona sem að hefur verið býsna öflug og þó hann sé ef til vill kunnari landsmönnum en Sigríður kona hans (þó hún hafi verið sjónvarpsfréttakona) er eitt víst að þau hafa verið ótrúlega flott team (megi þau halda áfram á sömu braut).

Einmitt þetta fékk mig til að hugsa um flottar konur. Í kastljósi var viðtal við Katrínu Ólínu gamla skólasystur mína sem hefur verið að gera ótrúlega flotta hluti í hönnun út um allan heim. Hún trúir á eigin sköpunarkraft og það er einmitt það sem er svo dýrmætt okkur íslendingum, að eiga slíkt fólk.

Anna Hildur sendiherra íslenskrar tónlistar erlendis er einnig alveg sérdeilis flott kona sem bæði á sögu á Íslandi sem pólitískt meðvituð og sem skapandi og skipuleggjandi kraftur. Ég þekki hana frá því til forna en hún skapaði sér fyrst almennilega nafn sem framúrskarandi umboðsmaður, fyrst leikhússfólks í Bretlandi og síðan tónlistarfólks.

Og..svo var það hún Hrefna frá Reyðarfirði sem að einmitt valdi að trúa á eigin útsjónarsemi og sköpunarkraft við að nýta það sem annars hefði verið sóað, ber úr íslenskri náttúru og sveppi. Ég óska henni alls góðs gengis og fullyrði að ég mun meðvitað sniðganga aðrar sultur en hennar ef ég fæ tækifæri til að velja þær í verslunum hér á landi.

Það eina sem gerði mér lífið leitt í tengslum við íslenskar konur í kvöld var val Þorgerðar Katrínar fyrrverandi menntamálaráðherra að veðja ekki á formannsstól flokksins. Hún er einn flottasti fulltrúi íslenskrar kvenþjóðar í pólitík (án þess að bregða skugga á aðrar). Ég hef verið ánægð með hana sem menntamálaráðherra og finnst hún almennt flott stjórnmálakona. 

..og svo langar mig að bæta við að við þurfum á því að halda að fólk trúi á eigin sköpunarmátt og fari eigin leiðir í stað þess að elta aðra í atvinnusköpun og viðskiptum með íslenskar vörur og hugvit. Við getum ekki lifað á því að alli geri það sama...ef eitthvað eitt tekst vel að allir fari þá þá leið og í kjölfarið kroppi augun úr hvor öðrum. Eigum við ekki að leggja slíka hugsun að baki og gera eins og hjónin að baki landnámssetri, nýta það sem við kunnum ( í þeirra tilfelli miðlun og leiklist) til nýrrar og frumlegrar framsetningar á verkum sem eru einstök.


mbl.is Landnámssetrið fékk eyrarrósina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband