Strætó grefur undan sjálfu sér!

Það er hreint alveg með ólíkindum hvað sumir eru haldnir mikilli sjálfseyðingarhvöt. Strætó er gott dæmi um slíkt fyrirtæki sem hefur staðfastlega rýrt þjónustuna síðustu 15 ár, fækkað ferðum, lagt áherslu á að gjaldfella virðinguna fyrir fararmátanum svo mikið að vart er viðreisnar von og þó ekki væri vanþörf á. Strætó hefur boðið út hluta af keyrslunni og til dæmis eru í umferð vagnar sem að vart er hægt að sitja í. Ákvarðanatökusaga STRÆTÓ bs. er samfelld röð óheppilegra ákvarðana sem smám saman hefur grafið undan gæðum starfseminnar á flestum sviðum.

Pólitískt skipaðir stjórnendur strætó eru svo illa haldnir af newtonisma að þeir kunna bara að rýna í bókhaldið og draga ályktanir af tölulegum samhengjum án þess að geta horft til hins víðtækara samhengis. Flestir stjórnendur strætó sem ég hef náð tali af hafa vart setið í vagni. Það eitt segir auðvitað nokkuð um hæfni stjórnenda til að taka skynsamlegar ákvarðanir er varða íbúaheill.

Og svo má auðvitað spyrja sig af hverju á stjórn strætó að vera pólitískt skipuð. Hvaða endaleysa er það? 

Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að fækka ferðum flestra leiða strætó verulega á miðjum degi, utan annatíma um helgar og á kvöldin. Þetta þýðir að borgarsamfélag okkar er samgöngulega séð gert óskilvirkara í miðri kreppu. Það er ekki góðs viti.

Í stað þess að koma með úrræði eða leita alternatívra lausna er tekin einhlýt ákvörðun sem ekki getur verið neinum notendum til góðs eða bóta og rökin - og þau eru óneitanlega heppileg um þessar mundir-jú það er hart í ári. Það hefur engin mótrök gegn því en hvernig væri nú að skoða skipulag reksturs þessa félags og sjá að sum sveitarfélög eru ekki að sýna nokkurn vilja til að taka að neinu alvarlegu marki þátt í samrekstrinum en vilja hinsvegar njóta góðs af þjónustunni.

Önnur sveitarfélög sem vilja í vaxandi mæli njóta almenningssamgangna og strætó bs. hafa verið plötuð af strætósamlaginu og samið af sér -  og njóta nú svo lélegra strætótenginga að enginn hugsandi þegn getur hugsað sér að nota þjónustuna. Mér dettur til dæmis ekki í hug að fara senda son minn í strætó í Borgarnes til pabba síns sem þar býr uppá að hann þurfi að ganga hálfa Reykjavík til að ná númer 15 sem nota bene gengur kannski á klukkutíma fresti. Uppá að hann þurfi að skipta um vagn í Mosfellsbæ. Ég mun frekar múta rútubílstjórum á BSÍ (þó það sé bannað því nú er strætó bs. með einkarekstrarleyfið fyrir að setja fólk út í Borgarnesi eða taka uppí vagn) til að ferja drenginn beint enda hann einungis níu ára. 

Með ákvarðanatöku er hægt að drepa starfsemi hægt og bítandi og mér sýnist að þeim framsýnu stjórnmálamönnum eða fulltrúum sveitarfélaga sem taka ákvarðanir um örlög strætó gangi bara nokkuð vel í þeim störfum.

Þeir hinir sömu eru svo framsýnir að þeir nefna einungis möguleika á að ríkið móti sér meira afgerandi stefnu í þágu almenningssamgangna og taki meiri þátt í rekstri almenningssamgangna. VERKIN TALA ÞÓ EKKI.

Mér sýnist sitjandi samgönguráðherra ekki hafa látið sig slíkt varða - en vil nota tækifærið og hvetja þá sem einhver áhrif hafa inn í pólitíkina eða láta sig strætó varða að hrópa hátt um bága stöðu strætó bs. og krefjast úrbóta.

 


mbl.is Ferðum strætó fækkað vegna erfiðleika í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Vanhæf Borgarstjórn  Vanhæf Borgarstjórn     Vanhæf Borgarstjórn  

Smá jókur Anna en þó ekki bara jókur því er það ekki augljóst mál að þessi Borgarstjórn er gjörsamlega VANHÆf

einsog sú Ríkisstjórn sem lognaðist útaf í dag.

Ég vill Félagshyggju í Borgarstjórn strax.

Skora á fólk að sameinast nú í andófi gegn því veruleikafirrta liði sem nú stjórnar borginni. 


Máni Ragnar Svansson, 26.1.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband