Stórbrotin byggingaráform og draumar um búsetu á hafi úti

floating-city-planeviewVeröldin er full af draumórafólki, kannski sem betur fer. Ef maður á ekki drauma rætast þeir engir.

Sumir draumar eru þó spilaborgir sem dæmdar eru til að hrynja. Í maí rakst ég á skondna grein í blaði um hóp fólks sem væri með stórbrotin áform um "landnám" á hafi úti í formi risastórra búsetupalla eða bauja sem væru svo stórar að hægt væri að framleiða matvæli og lifa nokkuð sjálfbært. Það er ekki hægt að segja en af nógu svæði sé að taka til að velja sér reit til búsetu, miðað við landgrunn jarðar, en höfin þekja 70% af yfirborði jarðkúlunnar.

Af greininni kom fram að í ár hefði þegar verið settar um 30 milljónir í þróun og rannsókna á hvernig mannfólkið gæti lifað lífi sínu án útlitsins fyrir að sjá jafnvel nokkru sinni til lands. BasicPlatform04.med

Hafandi gaman af allskyns furðuhugmyndum fór ég inn á heimasíðu hópsins sem kallar sig hinu formlega nafni The Seasteading Institute komst ég að því að hópurinn er uppleystur allavega tímabundið.

Kannski eru þessar hugmyndir um líf og búsetu á hafi úti á undan samtímanum og dúkka upp aftur eftir 20- 30 ár aftur. Eins má ímynda sér að í kjölfar hins ríkjandi olíuhagkerfis fyrir hnattræna skipan verði til gluggar möguleika fyrir tækisfærissinna sem sjá möguleika í hústökum á tómum olíuborpöllum.

Að það muni rísa upp nýjar nýlendur....humm - stundum er gaman að nota ímyndunaraflið.

610x


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er svona skrítin framtíðarmynd, en eins og svo oft hefur sést þá getur allt gerst. það er líka talað um að maður lifi í geimskipum í framtíðinni. við verðum bara að sjá hvernig þetta verður þegar við fæðumst næst, þá er þetta sennilega allt eðlilegasti hlutur !

Kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

sá brot úr þætti á BBC eða NBC um daginn þar sem fjallað var um geimverur og því blákalt haldið fram að geimverur séum við úr framtíðinni - (geta flakkað á tímabelti) að vara okkur við hinu og þessu.... ég verð ringluð af tilhugsuninni

Guðrún Vala Elísdóttir, 23.7.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband