Hvað er mjólkurlamb?

Valdir matgæðingar fengu að smakka á mjólkurlambi í veisluturninum í Kópavogi í fyrrakvöld og lýstu þeir mikilli ánægju með kjötið, segir í frétt mbl.is Ef ég les rétt milli línanna er hið svokallaða mjólkurlamb sauður sem alinn er á mjólk - þetta er því varla hið góða frjálsa lamb sem fær að hoppa frjálst um í íslenskri víðáttu yfir sumartímann áður en því er slátrað. Spurning er hvort þau fá nokkuð að fara út í haga eða víðlendi áður en þeim er slátrað. 

Ég hélt satt best að segja að mjólkurfé væri sauðfé sem væri mjólkað og úr afurðunum búnir til ostar, og annað ljúfmeti. 

Mjólkurkálfar þykja lostæti víða, en hér á landi hefur ekki verið hefð að slátra mjólkurkálfum vegna bragðgæða (allavega ekki svo ég viti til).

 Þeir sérvöldu matgæðingar sem fengu að smakka gripinn hafa kannski fyrst og fremst einblínt á bragðgæði og strúktur kjötsins, en ætli þeir hafi spurt eitthvað til hvernig framleiðsluhættir að baki mjólkurlambseldinu væri háttað?


mbl.is Mjólkurlamb kynnt matgæðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, ef þú lest línurnar sjálfar, í stað þess að lesa á milli þeirra (sem stundum er betra) þá kemur berlega í ljós að mjólkurlamb er uþb tveggja mánaða gamalt lamb.  Lambið unga er enn á spena, varla komið á fasta fæðu og því enn ósköp lítið.  Því færðu, eins og fram kemur í greininni, heilt læri en ekki lærissneið á diskinn þinn.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar hrútur. Ég fæ mér þá frekar gæðalamb sem hefur fengið að nota lærvöðvana í lyngi vöxnum brekkum áður en það fer á diskinn.

Anna Karlsdóttir, 29.6.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vonandi er þetta ekki það sem stefnt er að, engin fjallalömb en búrlömb !

það værki kannski eftir öllu.

Kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 12:56

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

var að lesa kommentið hjá hrútnum, þá finnst mér sá skilningur líka ansi nöpurlegur. að lömbin lifi bara tvo mánuði, erfitt bæði fyrir mömmuna og rányrkj  að taka líf eftir svona stuttan tíma.

sveijattan mannkyn.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband