Áhrif bíómynda á ferðalög fólks

 DSC00815

Bíómyndin brúðguminn var skemmtileg og reglulega góð mynd. Flatey er reglulegur töfrastaður með eða án bíómyndar.

Ég dvaldi í nokkra daga með fjölþjóðlegum hópi doktorsnema og kennara þar sumarið 2003 í sumarskóla sem ég hélt utan um. Þá var Vogur opinn og við bjuggum bæði þar í húsinu og uppi í Krákuvör. Eyjan er griðastaður þar sem ekki er hægt að ná í mann með góðu móti og þar er hægt að sitja einn með hugsunum sínum og horfa á lunda í túnfæti.

 lundar a� gl�pa � mig

Það er umhugsunarvert hvernig að eyjurnar í Breiðafirði urðu meira og meira afskekktar þegar að samgöngur hættu að miklu leyti að fara sjóleiðina. Í dag hefur vegna þrjósku og myndarskap einnar bændafjölskyldu og afkomenda annara íbúa í Flatey varðveist perla sem að hægt er að flykkjast til. Hið afskekkta hefur snúist upp í aðdráttarafl.

DSC00839

Vonandi eru fleiri aðstandendur í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem átta sig á þessu...en engin spurning, bíómynd hjálpar.

Ég vona bara að bíómyndin geri ástandið ekki óbærilegt á háannatímanum. Flatey hefur mjög ákveðin félagsleg þolmörk - þau eru svona nokkurn veginn þau að það má ekki vera svo margt um manninn þar í einu að manni finnist að maður hefði allt eins getað verið heima hjá sér. Arctic games competition

Perlur eins og Flatey verða einstakar fyrir nokkurra hluta sakir. Flatey skartar bæjarmynd sem hefur verið varðveitt og viðhaldið og eiga sér enga líka á landinu, eru minnisvarði um arfleifð samfélagshátta sem að forfeður okkar sættu sig við, en fáir gera í dag.  Eins er þar náttúru- og fuglalíf sem þéttbýlis-manneskjan vill leita í sér til hugarhægðar og afþreyingar, ásamt því að finna frelsið í að vera stökk, fjarrri glaum og gys og asa borgarinnar. Farsímatengingar eru fjarri og ef eitthvað vantar, þá vantar það bara.

Back to basics, var þetta einu sinni kallað. Það er í tísku í dag. 

 

Hér má sjá liðið í leikjum. Við kölluðum það Arctic games competition og vorum nokkuð aðhlátursefni farþega af skemmtiferðaskipum sem komu í land með gúmmíbátum. 


mbl.is Metdagur í siglingum um Breiðafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband