Uppgröftur gamalla listrænna vina!

Ég er eins fornleifafræðingur þessa daganaWink. Þrátt fyrir annir hef ég sem betur fer tíma til að hitta gamla vini. Ég fór að hitta fornvin minn og gamlan skólafélaga Andreas, en við útskrifuðumst saman. Andreas er þeim gæðum gæddur að hann fer alltaf út fyrir sinn ramma og þrátt fyrir sex ára háskólanám sem landfræðingur starfar hann nú sem sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður í sífelldri leit að góðum heimildasprettum. Ég er stolt af honum, að hann hafi þorað, maður á að gera það sem hjartað býður manni.

 

Putte

Um daginn rakst ég á gamla vinkonu, hana Lilju, reyndar ekki á götu en framan á forsíðum blaðanna. Nágranni minn og félagi frá Peder Fabersgade var að gefa út barnasögu sem nær allir útgefendur danskir höfðu hafnað vegna þess að umfjöllunarefnið var umdeilanlegt. Þeir töldu að ástríðufullar ástir og ofbeldi heyrðu frekar heima í tölvuspilum en  á prenti fyrir börn. Athyglisvert. Þð segir okkur auðvitað svolítið um gildin sem ríkja í samfélaginu. Allar barnabækur eru jú hugarheimur fullorðinna þýddur fyrir börn, líka í tölvuspilum. Og afhverju mega börn ekki lesa um ástríðufullar og kjánalegar ástir milli hænu og refs, jafnvel með kynferðislegum undirtónum ef þau lesa það með foreldrum sínum, en allt í lagi er að þau spili eitthvað svipað eða verra á tölvunni? 

Lilja er barnabarn Hans Scherfig sem eflaust nokkrir íslendingar kannaðist við, en hann var mikill listamaður..og kommúnisti hér í landi. Skrifaði meðal annars det forsömte foraar. 

 

doristivolieraaben

Konan hans Andreas vinar míns, hún Ditte Stensballe sem ég hitti í fyrsta skipti í gær, er alveg frábær. Hún er ljóðskáld og rithöfundur en er að gefa út hljómdisk með frekar svona lummulegum tívolí slögurum í augnablikinu.

Nú þegar er GAFFA búið að koma með ritdóma (frekar frumleg nálgun) um lögin hennar, kannski helst lagið "balder der kalder" og er algjört bíó. Listamannsnafnið á disknum er Doris - Tivoli er aaben.

Um daginn hitti ég svo af tilviljun Thomas, gamlan sambúðarfélaga úr kommúnunni forðum daga (já ég viðurkenni og kem út úr skápnum, ég bjó í kommúnu - en ekki alveg stereótýpískri hippa-kommúnu). Hann sagði mér m.a að Anders gamall sambúðarfélagi og vinur sem var með ljóðskáldadrauma í þá daga, er búin að gefa út nokkrar barnabækur. Ég verð að grafa þær upp á næstunni er ég hrædd um, ég  á ennþá gamlan bol með ljóði eftir hann framan á. Haha. 

Anders Rostrup

Anders hefur skrifað fjórar til fimm barnabækur, tvær þeirra eru Rosita og skilsmissekatten og Asger Angaard duellerer.

Ég er auðvitað rosa stolt af þeim að hafa fundið sinn farveg  og gera það á svona skemmtilegan hátt. 

Ja, svei mér þá það hefur bara eitthvað ræst úr okkur öllum en hverjum á sinn hátt. 

Ég er algjörlega rykug háskólamús í samanburði við þetta skemmtilega skrýtna fólk úr fortíð minni, ..já nútíð..og vonandi framtíð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband