Hvað með töskurnar?

Það er gott fyrir þá sem þurfa að hafa hraðann á að geta bókað sig rafrænt sjálfir, þetta sparar auk þess starfsfólk við innritun ef að farþegar bóka sig á þennan hátt (getur verið jákvætt - getur verið neikvætt). Ég hef aldrei nýtt mér þennan kost hjá öðrum flugfélögum en hyggst gera það héðan. Nenni ekki að eyða upp undir 20. mínútum í röð með stírurnar í augunum.

Ef ég get vaknað kortéri seinna er ég glöð.

En þá er spurningin þarf ekki að vera band fyrir farangurinn sem hlaðið er á og farangurinn "barkóðaður" - hvernig er gengið frá því?


mbl.is Flugfélög bjóða upp á netinnritun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sat einmitt og hugsaði það sama þegar ég las þetta.  Þarf maður ekki bara að standa í annari röð til að afhenda töskurnar ?

Snowman (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Á vefsíðu Icelandair eru þessar leiðbeiningar fyrir farangur :-)

Innritunin er mjög einföld; skráð er inn eftirnafn farþega og bókunarnúmer og þá býðst viðskiptavinum að velja sér sæti í yfirlitsmynd af flugvélinni. Farþeginn prentar síðan út brottfararspjald með strikasmerkingu heima hjá sér. Allt ferlið tekur innan við eina mínútu. Farangursmiði er prentaður út í sjálfsafgreiðslustöð (kiosk) í Leifsstöð.

Þegar komið er í Leifsstöð geta farþegar gengið beint í öryggisleit og sýnt þar brottfararspjaldið. Þeir sem ferðast með farangur fara í sjálfsafgreiðslust0öðvarnar í innritunarsalnum (kiosk), sem les strikamerkinguna á brottfararspjaldinu og prentar út farangursmiða. Farangurinn er afhentur starfsmanni á þar tilgerðu innritunarborði fyrir vefinnritun og sjálfsafgreiðslu.

Kristján Kristjánsson, 9.3.2008 kl. 15:28

3 identicon

Hva?? Ertu ekki með Bluetooth í tölvuni????

kristjan (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Nei eg er algjort taekni-fifl, sorry! En nu er eg buin ad vera ad profa thetta hja odrum flugfelogum, british airways og Iberia og thetta er nokkud einfalt - en madur tharf samt sem adur ad bida i rod, bara hradskreidari rod.

Anna Karlsdóttir, 19.3.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband